Peningamál - 01.06.2005, Side 31

Peningamál - 01.06.2005, Side 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 31 Rammagrein 3 Breyting á útreikningi meðalvaxta í húsnæðislið vísitölu neysluverðs Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs er meginrót verðbólg- unnar undanfarið ár. Að honum frátöldum var vísitala neysluverðs í byrjun maí óbreytt frá maí í fyrra. Aðferðirnar sem beitt er við útreikning húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hafa því verið nokkuð til umræðu. Meðal annars hefur verið fjallað um þær í Peninga- málum auk þess sem formaður bankastjórnar Seðlabankans vék að þeim í ræðu sinni á ársfundi bankans 30. mars sl. (sjá bls. 45-53). Við útreikning vísitölunnar í byrjun maí var beitt nýrri aðferð við áætlun meðalvaxta í húsnæðislið hennar sem leiddi til þess að vísitalan var 0,45% lægri en ella, en vísitalan í heild lækkaði um 0,54% á milli apríl og maí. Um þýðingu breytinganna fyrir peninga- stefnuna er fjallað á bls. 36. Hér fylgir greinargerð Hagstofu Íslands um breytinguna. Hún var birt í Hagtíðindum 3. maí sl. (millifyrir- sögnum er sleppt): „Í júlí 2004 var kerfi langtímalána Íbúðalánasjóðs breytt þegar tekin voru upp peningalán, ÍLS-veðbréf, með lægri raunvöxtum en áður. Fljótlega eftir þetta hófu bankar að bjóða hagstæð lán til hús- næðiskaupa og jókst þá framboð langtímalána til einstaklinga mjög. Í kjölfarið fylgdu aukin viðskipti með húsnæði og hækkaði hús- næðisverð verulega. Hagstofan tók tillit til þeirrar vaxtalækkunar, sem varð við kerfis- breytinguna í júlí 2004, enda leiddi hún til lægra raunvaxtastigs en verið hafði. Í nýja lánakerfinu eru vextirnir ákvarðaðir mánaðarlega. Í upphafi var talið líklegt að þeir myndu breytast mun tíðar en verið hafði sem gæti valdið verulegum skammtímasveiflum á vísitölunni. Af þessum sökum var í ágúst 2004 ákveðið að miða raunvexti í vísi- tölunni við meðaltal þeirra undanfarin fimm ár og þeim breytt mánaðarlega þannig að í hvert sinn væri felldur brott einn mánuður og nýjum mánuði bætt við. Með þessu væri tryggt að áhrifin af vaxtalækkuninni kæmu fram í útreikningnum án þess að vaxta- breytingar yllu skammtímasveiflum í vísitölunni. Vextir til húsnæðis- kaupa lækkuðu úr 5,1% í 4,8% í júlí 2004 og voru í lok ársins komnir í 4,15%. Þeir hafa verið óbreyttir síðan og telja verður lík- legt að komin sé fram langtímalækkun á raunvöxtum. Að fenginni þessari reynslu og í ljósi framkominna sjónarmiða í þessum efnum telur Hagstofan rétt að stytta viðmiðunartímabil vaxtanna í tólf mánuði og taka þannig áhrif af breytingum vaxta hraðar inn í útreikninginn en áður. Miðað er við að aðferðinni sé haldið óbreyttri til næstu grunnskipta í mars 2006 og verði hún endurmetin þá. Verði vextir stöðugir á því tímabili munu áhrifin af breytingu vaxtanna á verðmælinguna fjara út. Samsetning raunvaxtanna sem notuð er við útreikninginn, hefur einnig verið endurmetin eins og gert er árlega í tengslum við grunn- skipti vísitölunnar í mars. Vöxtum af eigin fjármögnun húsnæðis, er haldið föstum en þeir eru ríflega helmingur af vog vaxta í húsnæðis- lið vísitölunnar. Aðrir vextir eru breytilegir en þar er um að ræða vexti af ÍLS-lánum, húsnæðislánum frá bönkum og lífeyrissjóðum ásamt lánum sem tekin eru yfir við kaup fasteigna. Vextirnir eftir þessar breytingar eru um 3,7% að meðaltali. Heildarlækkun vísitölu neysluverðs vegna lækkunar vaxtanna miðað við tólf mánaða meðaltal þeirra nemur um 0,9% frá júlí 2004 til apríl 2005 og þegar hafa verið tekin með áhrif vaxtalækkunar sem nema um 0,45% til lækkunar vísitölunni í mælingu hennar í maí 2005.”

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.