Peningamál - 01.06.2005, Page 39

Peningamál - 01.06.2005, Page 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 39 stefnan hefur meiri tök á að hafa áhrif á verðbólgu lengra fram í tím- ann vegna áðurnefndra tafa í miðlunarferli peningastefnunnar. Fjöldi mælinga er hins vegar enn sem komið er það lítill að ekki er hægt að draga of víðtækar ályktanir. Samanburður á töflum 1 og 2 sýnir að staðalfrávik eins árs spáskekkna er svipað eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið (1,5%) og á öllu tímabilinu (1,6%). Til saman- burðar má geta að staðalfrávik árlegrar verðbólgu á þessum tíma- bilum er á bilinu 2 til 2½%. Í töflu 3 má sjá hversu vel óvissumat Seðlabankans, eins og það birtist í líkindadreifingu verðbólguspárinnar, lýsir dreifingu mældrar verðbólgu eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið. Fyrir liggur samanburður á tólf spám fjóra ársfjórðunga fram í tímann við mælda verðbólgu. Af þeim hafa fimm verið innan 50% óvissubils (42% tilvika), átta innan 75% óvissubils (67% tilvika) og ellefu innan 90% óvissubils (92% tilvika). Ein spá var utan 90% óvissubils en hún var gerð á öðrum ársfjórðungi ársins 2001, rétt áður en mikil gengislækkun krónunnar hófst. Dreifing spáskekkna á þessu tímabili virðist því í ágætu samræmi við gefna líkindadreifingu. Níu spár, sem ná átta árs- fjórðunga fram í tímann, liggja jafnframt fyrir. Af þessum níu voru fimm innan 50% óvissubils (56% tilvika) og allar níu innan 75% óvissubils. Líkindadreifing verðbólguspárinnar tvö ár fram í tímann hefur því ofmetið mælda dreifingu verðbólgu eftir tvö ár. Að lokum má geta þess að þegar spáspekkjur bankans eru skoð- aðar í samhengi við gengisþróun þess tímabils, sem spáð var til, má sjá nokkuð skýrt samband milli gengisfráviks og spáskekkju þegar spáð er eitt ár fram í tímann. Þetta samband er ekki eins ljóst þegar spáð er tvö ár fram í tímann því að spár sem gerðar eru til tveggja ára virðast ekki eins næmar fyrir gengisbreytingum og spár sem gerðar eru til eins árs. Þetta bendir til þess að sveiflur í gengi krónunnar hafi fyrst og fremst áhrif á verðbólguþróun til skemmri tíma en síður á langtímaverðbólgu. Það má meðal annars skýra með því að víki gengi krónunnar umtalsvert frá því sem samrýmst getur verðbólgumark- miðinu til lengri tíma litið kallar slíkt á viðbrögð peningastefnunnar sem leiðrétta frávikið. Tafla 2 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 2. ársfj. 2001 Fjöldi Meðalskekkja Staðalfrávik mælinga (%) (%) Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 13 -0,3 1,5 Átta ársfjórðungar fram í tímann 9 -0,4 1,2 Tafla 3 Dreifing mældrar verðbólgu með tilliti til verðbólguspár Fjöldi Fjöldi mælinga innan tilgreinds óvissubils mælinga 50% 75% 90% Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 121 5 8 11 Átta ársfjórðungar fram í tímann 9 5 9 9 1. Í Peningamálum 2004/1 var einungis birt punktspá. Því er um 12 mælingar að ræða í töflu 3 samanborið við 13 í töflu 2.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.