Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 7
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
3
7
að skoða gaumgæfilega hvort frekari úrbætur eru nauðsynlegar. Enn
eru hnökrar í miðlun peningastefnunnar og þarf atbeina annarra en
Seðlabankans til þess að draga úr eða eyða þeim.
Meiri hagvöxtur í fyrra og í ár en í fyrstu áætlunum
og innlend eftirspurn sækir í sig veðrið á ný
Hagvöxtur í fyrra virðist hafa verið mun meiri en fyrstu áætlanir þjóð-
hagsreikninga sýndu, en nálægt því sem Seðlabankinn hafði spáð áður
en fyrstu bráðabirgðatölur voru birtar. Reyndar voru sterkar vísbend-
ingar alla tíð um að hagvöxtur væri vanmetinn. Eftirspurn eftir vinnu-
afli virtist t.d. aukast mun hraðar en samrýmdist mældum hagvexti.
Endurmat á efnahagsumsvifum síðasta árs hafði einnig í för með sér
endurmat á vexti launakostnaðar samkvæmt þjóðhagsreikningum.
Meiri efnahagsumsvif og launakostnaður fela í sér meiri verð-
bólguþrýsting sem skýrir að nokkru leyti hvers vegna verðbólga hefur
ítrekað reynst meiri en Seðlabankinn hefur spáð. Spár bankans hafa
verið byggðar á áætlunum þjóðhagsreikninga. Álykta má að vanmat á
hagvexti og undir liggjandi launaþrýstingi hafi tafið fyrir nauðsynlegum
viðbrögðum peningastefnunnar (sjá nánar í rammagrein I-2). Áætlanir
fyrir annan fjórðung þessa árs sýndu vaxandi eftir spurn, eftir skamm-
vinna lægð á síðasta ári, og var vöxturinn meiri en Seðlabankinn spáði
í júlí. Þar að auki eru skýrar vísbendingar um að hagvöxtur, eða a.m.k.
innlend eftirspurn, hafi sótt enn frekar í sig veðrið á þriðja fjórðungi
ársins.
Mikill vöxtur ráðstöfunartekna vekur uppsveiflu
á íbúðamarkaði sem leiðir til aukinnar verðbólgu
Meginuppspretta aukins vaxtar innlendrar eftirspurnar er ör vöxtur
ráðstöfunartekna undanfarin tvö ár. Ásamt öðru vakti hann á ný upp-
sveiflu á íbúðamarkaði og jók eftirspurn eftir varanlegri neysluvöru.
Þá er mikill kraftur í almennri atvinnuvegafjárfestingu, ekki síst fjár-
festingu í verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Uppsveiflan á íbúðamark-
aðinum hefur verið meginorsök aukinnar verðbólgu á undanförnum
mánuðum, en á móti hefur tiltölulega sterkt gengi krónunnar haldið
aftur af hækkun vöruverðs þrátt fyrir undirliggjandi kostnaðarþrýsting.
Að þessu leyti líkist staða efnahagsmála um þessar mundir ástandinu
árin 1999 og 2005. Í báðum tilfellum var húsnæðisverðbólgan fyrir-
boði víðtækari verðbólgu síðar. Þetta er eðlilegur ferill verðbólgu í litlu
opnu hagkerfi, þar sem verð hækkar fyrst á vöru og þjónustu sem
nýtur skjóls gagnvart erlendri samkeppni, sérstaklega þar sem fram-
boð er tregbreytilegt, en gengishækkun heldur aftur af verðhækkun
samkeppnisvöru um sinn.
Tímabundið bakslag eða langvarandi vandi?
Eitt af helstu álitaefnum peningastefnunnar um þessar mundir er hvort
aukinn vöxtur eftirspurnar og aukinn verðbólguþrýstingur að undan-
förnu sé aðeins tímabundið frávik á ferli verðbólguhjöðnunar eða upp-
haf þrálátrar verðbólgubylgju. Hugsanleg rök fyrir hinu fyrrnefnda eru
að húsnæðisverð sé þegar orðið mjög hátt og framboð ört vaxandi. Því
sé þess skammt að bíða að betra jafnvægi myndist á íbúðamarkaðinum.
Í ljósi þess að hækkun íbúðaverðs hefur verið meginuppspretta verð-
Mynd I-2
Þróun þjóðarútgjalda
og vergrar landsframleiðslu 2004-20071
1. Grunnspá Seðlabankans fyrir árið 2007.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
-8
-4
0
4
8
12
16
2007200620052004
Þjóðarútgjöld PM 2007/3
Þjóðarútgjöld PM 2007/2
VLF PM 2007/3
VLF PM 2007/2
Mynd I-3
Þróun húsnæðisverðs og ráðstöfunartekna
1991-20101
Ráðstöfunartekjur (h. ás)
1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Ráðstöfunartekjur eru mat
Seðlabankans.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
Húsnæðisverð (v. ás)
-10
-5
0
5
10
15
20
25
30
35
-6
-3
0
3
6
9
12
15
18
21
‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
%