Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 43

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 43 Fjöldi erlendra starfsmanna eykur óvissu um þróun atvinnuleysis ... Eins og áður segir er því spáð að atvinnuleysi aukist á næstu árum og verði komið í um 4% árið 2009. Mikil óvissa ríkir þó um þetta mat, m.a. sakir aukins fjölda erlendra starfsmanna. Hve mikið atvinnuleysi mun aukast þegar dregur úr hagvexti mun að nokkru leyti ráðast af því í hve ríkum mæli erlendir ríkisborgarar sem komið hafa hingað til starfa undanfarin misseri fara af landi brott ef þeir missa vinnuna. Við lok síðustu uppsveiflu hélst hlutfall erlendra ríkisborgara af starfandi fólki óbreytt, en hafa verður í huga að niðursveiflan var skamm- vinn og fljótlega hófust mannfrekar stórframkvæmdir á Austurlandi. Batnandi atvinnuástand í Evrópu, ekki síst í hinum nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins, þaðan sem stór hluti innfluttra starfsmanna kemur hingað til lands, gæti dregið úr flæði erlendra starfsmanna til landsins á næstu misserum og orðið til þess að fleiri snúi aftur þegar atvinnu- ástand versnar hér á landi. Þá er ljóst að fleiri ríki Evrópusambandsins munu draga úr og að lokum falla frá takmörkunum á innflutningi vinnuafls frá nýju aðildarlöndunum. Þá munu erlendir starfsmenn sem missa atvinnu á Íslandi eiga fleiri kosta völ en að snúa aftur til heima- landsins. Dragi úr flæðinu meðan enn er mikil spenna á vinnumarkaði gæti launaskrið orðið meira en ella. ... og launa Hafi erlendir starfsmenn verið ráðnir á lágmarkslaunum í ríkari mæli en íslenskir starfsmenn í sambærilegum störfum gæti það haft áhrif á launaþróun í framtíðinni. Óvíst er þó hver þau yrðu. Bregðist atvinnurekendur við samdrætti með því að segja upp starfsmönnum með yfirborganir eða minnka yfirborgun þeirra í því skyni að draga úr launakostnaði gæti launaskrið orðið lítið eða neikvætt. Hins vegar má einnig hugsa sér að laun þeirra erlendu starfsmanna sem ílengjast hér hækki fljótlega til samræmis við laun innlendra starfsmanna og að vægi þeirra sem ráðnir séu á lágmarkslaunum minnki þegar inn- streymið minnkar. Launakostnaður ekki í samræmi við verðbólgumarkmið fyrr en á seinni hluta spátímans Meiri spenna á vinnumarkaði sl. sumar og í haust en áður var gert ráð fyrir leiðir til þess að nú er reiknað með meiri hækkun launa í ár og á næsta ári en í júlíspánni. Kostnaðarþrýstingur er einnig meiri en áður var talið þar sem launakostnaður fyrirtækja á síðustu tveim- ur árum hefur verið endurskoðaður upp á við í ljósi upplýsinga úr þjóðhagsreikningum. Búist er við að samið verði um álíka hækkun launakostnaðar í komandi kjarasamningum og samið var um árið 2004. Hins vegar er spáð töluverðu launaskriði fram eftir næsta ári í ljósi umframeftirspurnar. Spáð er svipuðum vexti framleiðni framan af spátímabilinu og í síðustu spá. Launakostnaður á framleidda einingu eykst því heldur meira í ár og á næsta ári eða um 8,3% og 4,2%. Launakostnaður hækkar hægar á seinni hluta spátímabilsins vegna þess að framleiðnivöxtur eykst og aukið atvinnuleysi heldur aftur af launaskriði. Launakostnaður á framleidda einingu verður í samræmi við verðbólgumarkmið frá og með miðju ári 2009. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-6 Útgáfa kennitalna og erlendir starfsmenn skráðir hjá Vinnumálastofnun Nýir starfsmenn á vegum starfsmannaleigna (v. ás) Skráðir nýir starfsmenn frá ESB-8 (v. ás) Ný tímabundin leyfi (v. ás) Ný tímabundin leyfi á nýjum vinnustað, framlengd tímabundin leyfi og starfsmenn frá ESB-8 áður á vinnumarkaði (v. ás) Útgáfa kennitalna til erlendra ríkisborgara 18 ára og eldri (h. ás) Fjöldi, viðbót í hverjum mán. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 0 375 750 1.125 1.500 1.875 2.250 2.625 3.000 2007200620052004 Fjöldi, viðbót í hverjum mán. Heimild: Hagstofa íslands. Mynd VI-7 Laun og kaupmáttur Launavísitala Hagstofu % Launavísitala (% breyting milli ára) Kaupmáttur launa (% breyting milli ára) Launavísitala (% breyting milli mánaða) -3 0 3 6 9 12 15 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97‘96‘95 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd VI-8 Launakostnaður á framleidda einingu 1999-20101 Breyting frá fyrra ári (%) 0 2 4 6 8 10 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 PM 2007/3 PM 2007/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.