Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 48

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 48 viðbótarhækkunar sumarið 2006 og almenns launaskriðs. Um leið hefur vinnandi fólki fjölgað hröðum skrefum og vinnustundum enn meira (sjá kafla VI). Skattalækkanir síðustu ára, bæði tekju- og neyslu- skatta, hafa síðan bætt enn frekar í ráðstöfunartekjurnar. Hingað til hefur þessi mikli vöxtur ráðstöfunartekna vegið þyngra en nokkru lak- ari fjármálaleg skilyrði heimila. Viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti íbúðaveðlána verulega en Íbúðalánasjóður mun minna (sjá nánar í kafla III). Vaxtahækkunin ætti að draga úr verðhækkunum húsnæðis er fram líða stundir, en þess sjást þó enn lítil merki. Heimilin hafa í vaxandi mæli tekið gengisbundin lán á lágum vöxtum, en það dregur úr áhrifum hækkunar vaxta verðtryggðra útlána. Hækkun innlends kostnaðar og sterk eftirspurn skapa aukinn þrýsting á þjónustuverðbólgu Verðlag þjónustu einkaaðila (almennrar þjónustu) hefur hækkað nokk- uð frá síðustu útgáfu Peningamála og gætir verðhækkana í flestum undirliðum. Tólf mánaða verðhækkun þjónustuliðarins hefur þó lítið breyst, enda gætir enn áhrifa virðisaukaskattslækkunar á þjónustu. Innlendar kostnaðarhækkanir, t.d. launahækkanir, og mikill vöxtur inn- lendrar eftirspurnar gefa hins vegar líklega tilefni til meiri hækkunar verðlags þjónustu, þótt á móti hafi gengisþróunin verið hagstæð. Því er hætta á að verðlag þjónustu láti undan auknum þrýstingi lækki gengi krónunnar. Niðurstöður könnunar meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem gerð var í september sl. sýna vaxandi verðbólguþrýsting, einkum meðal þjónustufyrirtækja. Forsvarsmenn vaxandi meirihluta fyrirtækja búast við verðhækkun aðfanga á næstu sex mánuðum eða 80% samanborið við 68% í febrúar. Að meðaltali eiga þeir von á að verðhækkunin nemi rúmlega 4%. Mikill meirihluti fyrirtækja hyggst hækka verð á næstu sex mánuðum Jafnframt sýnir könnunin að fyrirtækin reikna með að velta þessum kostnaðarauka út í verðlag. Töldu u.þ.b. 70% forsvarsmanna fyrir- tækja að verð á vörum og þjónustu þeirra myndi hækka á næstu sex mánuðum. Að meðaltali reiknuðu stjórnendur með 3,3% verðhækk- un. Hjá þjónustugreinum var hlutfallið enn hærra en hjá öðrum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við gögn um virðisaukaskattsveltu sem sýna að velta í þjónustugreinum hefur aukist gríðarlega undanfarið ár. Þegar sambærileg könnun var gerð í febrúar gerðu 43% forsvars- manna fyrirtækja ráð fyrir verðhækkun. Vöruverð hefur hækkað nokkuð vegna hækkunar hrávöruverðs og gengislækkunar krónunnar í sumar Gengishækkun krónunnar framan af ári dró úr verðbólguþrýstingi án þess þó að leiða til mikillar verðlækkunar innfluttrar vöru. Síðastliðna tólf mánuði hefur verð innfluttrar vöru aðeins hækkað um tæplega 1%, en lækkun óbeinna skatta í mars sl. vegur þar þungt. Hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði (sjá rammagrein II-1) hefur að nokkru leyti vegið upp gengisáhrifin. Verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru aðlagaðist skjótt gengislækkun krónunnar í sumar og hækkaði um 80 90 100 110 120 130 140 Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mars 1997 = 100 Mynd VIII-4 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - október 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. Nýjar bifreiðar og varahlutir Dagvara Mynd VIII-5 Mat fyrirtækja á eigin verðbreytingum næstu sex mánuði Heimild: Capacent Gallup. % 0 20 40 60 80 100 2007200620052004 Hækka Lækka Standa í stað -10 -5 0 5 10 15 2007200620052004200320022001 Mynd VIII-6 Vöruverð janúar 2001 - október 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Dagvara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.