Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 56
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 56 Rammagrein IX-2 Fráviksdæmi Sökum ófyrirséðra atburða og breytinga á forsendum um þróun mikil vægra þátta efnahagslífsins víkur raunveruleg efnahagsfram- vinda stundum verulega frá spám. Gagnlegt er því að meta hversu næmar niðurstöður grunnspár eru fyrir frávikum sem gætu orðið í þróun ýmissa lykilstærða efnahagslífsins. Möguleg frávik eru vitan- lega óteljandi en reynt er að meta helstu áhættuþættina hverju sinni og kanna nánar áhrif tveggja þátta sem taldir eru vega þyngst. Eins og í síðustu spá er meginóvissuþáttur grunnspárinnar tal- inn vera gengi krónunnar á spátímanum. Í síðustu spá voru áhrif framkvæmda við uppbyggingu nýs álvers í Helguvík einnig metin, en ekki var gert ráð fyrir nýjum meiri háttar framkvæmdum við ál- og orkuver í grunnspánni þá. Hið sama gildir um grunnspána sem birtist í þessu hefti Peningamála, enda hafa litlar breytingar orðið á forsendum tengdum uppbyggingu í áliðnaði frá því í júlí, eins og fjallað er um í rammagrein IV-2. Niðurstöður fráviksdæmisins í Pen- ingamálum 2007/2 gilda enn í meginatriðum og benda til þess að peningastefnan gæti þurft að vera nokkru aðhaldssamari á seinni hluta spátímans en reiknað er með í grunnspánni (sjá rammagrein IX-2 í Peningamálum 2007/2, bls. 40-42). Að þessu sinni er óvissa er tengist komandi kjarasamningum hins vegar talin vega þyngra á metaskálunum. Það stafar m.a. af því að horfur eru á að kjarasamn- ingar eigi sér stað við erfi ðari skilyrði en áður var talið, bæði að því er snertir verðbólgu og skort á vinnuafl i. Veruleg gengislækkun meðan enn er mikil spenna í þjóðarbúskapnum myndi kalla á hærri stýrivexti en í grunnspá Raungengi mælist nú í sögulegu hámarki og gríðarlegur viðskipta- halli kallar á stöðugt innstreymi erlends fjármagns, m.a. til þess að standa undir vaxandi greiðslubyrði erlendra skulda. Verði framboð erlends fjármagns tregara getur myndast þrýstingur á gengi krón- unnar. Hættan á því kann að vara lengi í ljósi þess að viðskiptahall- inn virðist ekki stefna í sjálfbæra stöðu á spátímabilinu, þótt dragi úr honum þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur og útfl utningur áls hefst af fullum krafti. Ógerlegt er hins vegar að tímasetja hvenær möguleg gengislækkun verður. Gengi krónunnar hefur t.d. hald- ist hátt um langa hríð þrátt fyrir aðstæður sem líklegar eru til þess að valda þrýstingi til gengislækkunar til langs tíma litið og töluvert umrót á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarið. Mikill vaxtam- unur og skýr skilaboð Seðlabankans um áframhaldandi aðhaldssama peningastefnu hafa líklega ráðið mestu. Þótt krónan hafi staðið af sér umrót og sveifl ur ágústmánaðar er hættan á skyndilegum þrýstingi á gengið síður en svo liðin hjá. Hér er því sýnt sambærilegt fráviksdæmi og í júlí, þótt gengislækk- unin sé talin koma fram heldur seinna. Reiknað er með að gengi krónunnar lækki um samtals 20% á fyrsta og öðrum ársfjórðungi næsta árs og á sama tíma hækki vaxtaálag á erlendar skuldbindingar innlendra aðila um 1,5 prósentur. Rétt er að ítreka að tímasetningin felur ekki í sér spá, heldur miðast hún við að hægt sé að meta áhrif- in innan þess tímaramma sem spáin sýnir. Slík atburðarás gæti hins vegar tengst endurmati alþjóðlegra fjárfesta á fjárfestingaráhættu og almennri hækkun erlendra vaxta. Gengislækkunin veldur því að innlend eftirspurn dregst meira saman á næsta ári en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Jákvæðara framlag utanríkisviðskipta verður hins vegar til þess að hagvöxtur verður heldur meiri og þar með framleiðsluspenna. Verðbólguþrýst- ingur eykst því og kallar á aðhaldssamari peningastefnu. Mynd 1 sýnir möguleg viðbrögð peningastefnunnar. Stýrivextir eru hækk- aðir á öðrum fjórðungi næsta árs úr 13,3% í um 15% og er haldið nánast óbreyttum fram á seinni hluta ársins. Eftir það taka þeir að lækka. Stýrivextir eru hins vegar lækkaðir hægar en í grunnspánni og munar mest á stýrivaxtaferlunum um mitt ár 2009 þegar stýrivextir ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.