Peningamál - 01.11.2007, Page 56

Peningamál - 01.11.2007, Page 56
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 56 Rammagrein IX-2 Fráviksdæmi Sökum ófyrirséðra atburða og breytinga á forsendum um þróun mikil vægra þátta efnahagslífsins víkur raunveruleg efnahagsfram- vinda stundum verulega frá spám. Gagnlegt er því að meta hversu næmar niðurstöður grunnspár eru fyrir frávikum sem gætu orðið í þróun ýmissa lykilstærða efnahagslífsins. Möguleg frávik eru vitan- lega óteljandi en reynt er að meta helstu áhættuþættina hverju sinni og kanna nánar áhrif tveggja þátta sem taldir eru vega þyngst. Eins og í síðustu spá er meginóvissuþáttur grunnspárinnar tal- inn vera gengi krónunnar á spátímanum. Í síðustu spá voru áhrif framkvæmda við uppbyggingu nýs álvers í Helguvík einnig metin, en ekki var gert ráð fyrir nýjum meiri háttar framkvæmdum við ál- og orkuver í grunnspánni þá. Hið sama gildir um grunnspána sem birtist í þessu hefti Peningamála, enda hafa litlar breytingar orðið á forsendum tengdum uppbyggingu í áliðnaði frá því í júlí, eins og fjallað er um í rammagrein IV-2. Niðurstöður fráviksdæmisins í Pen- ingamálum 2007/2 gilda enn í meginatriðum og benda til þess að peningastefnan gæti þurft að vera nokkru aðhaldssamari á seinni hluta spátímans en reiknað er með í grunnspánni (sjá rammagrein IX-2 í Peningamálum 2007/2, bls. 40-42). Að þessu sinni er óvissa er tengist komandi kjarasamningum hins vegar talin vega þyngra á metaskálunum. Það stafar m.a. af því að horfur eru á að kjarasamn- ingar eigi sér stað við erfi ðari skilyrði en áður var talið, bæði að því er snertir verðbólgu og skort á vinnuafl i. Veruleg gengislækkun meðan enn er mikil spenna í þjóðarbúskapnum myndi kalla á hærri stýrivexti en í grunnspá Raungengi mælist nú í sögulegu hámarki og gríðarlegur viðskipta- halli kallar á stöðugt innstreymi erlends fjármagns, m.a. til þess að standa undir vaxandi greiðslubyrði erlendra skulda. Verði framboð erlends fjármagns tregara getur myndast þrýstingur á gengi krón- unnar. Hættan á því kann að vara lengi í ljósi þess að viðskiptahall- inn virðist ekki stefna í sjálfbæra stöðu á spátímabilinu, þótt dragi úr honum þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur og útfl utningur áls hefst af fullum krafti. Ógerlegt er hins vegar að tímasetja hvenær möguleg gengislækkun verður. Gengi krónunnar hefur t.d. hald- ist hátt um langa hríð þrátt fyrir aðstæður sem líklegar eru til þess að valda þrýstingi til gengislækkunar til langs tíma litið og töluvert umrót á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarið. Mikill vaxtam- unur og skýr skilaboð Seðlabankans um áframhaldandi aðhaldssama peningastefnu hafa líklega ráðið mestu. Þótt krónan hafi staðið af sér umrót og sveifl ur ágústmánaðar er hættan á skyndilegum þrýstingi á gengið síður en svo liðin hjá. Hér er því sýnt sambærilegt fráviksdæmi og í júlí, þótt gengislækk- unin sé talin koma fram heldur seinna. Reiknað er með að gengi krónunnar lækki um samtals 20% á fyrsta og öðrum ársfjórðungi næsta árs og á sama tíma hækki vaxtaálag á erlendar skuldbindingar innlendra aðila um 1,5 prósentur. Rétt er að ítreka að tímasetningin felur ekki í sér spá, heldur miðast hún við að hægt sé að meta áhrif- in innan þess tímaramma sem spáin sýnir. Slík atburðarás gæti hins vegar tengst endurmati alþjóðlegra fjárfesta á fjárfestingaráhættu og almennri hækkun erlendra vaxta. Gengislækkunin veldur því að innlend eftirspurn dregst meira saman á næsta ári en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Jákvæðara framlag utanríkisviðskipta verður hins vegar til þess að hagvöxtur verður heldur meiri og þar með framleiðsluspenna. Verðbólguþrýst- ingur eykst því og kallar á aðhaldssamari peningastefnu. Mynd 1 sýnir möguleg viðbrögð peningastefnunnar. Stýrivextir eru hækk- aðir á öðrum fjórðungi næsta árs úr 13,3% í um 15% og er haldið nánast óbreyttum fram á seinni hluta ársins. Eftir það taka þeir að lækka. Stýrivextir eru hins vegar lækkaðir hægar en í grunnspánni og munar mest á stýrivaxtaferlunum um mitt ár 2009 þegar stýrivextir ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.