Peningamál - 01.11.2007, Page 60

Peningamál - 01.11.2007, Page 60
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 60 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM Viðauki 2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármála- markaði á horfum í efnahagsmálum Fyrir hverja útgáfu Peningamála kannar Seðlabankinn mat sérfræð- inga á horfum í efnahagsmálum. Könnunin var gerð um miðjan októ- ber og voru þátttakendur Askar Capital hf. og greiningardeildir Glitnis hf., Kaupþings hf. og Landsbanka Íslands hf. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í júní sl. eru að þeir spá heldur meiri verðbólgu og hærri stýrivöxtum á spátímanum. Einnig búast þeir við meiri hagvexti á þessu ári en heldur minni á næstu tveimur árum. Meiri verðbólga á þessu og næsta ári Verðbólguhorfur á spátímanum hafa versnað frá því í sumar. Nú þeg- ar langt er liðið á árið spá sérfræðingarnir að verðbólga verði tæp 5% milli ársmeðaltala 2006 og 2007, ½ prósentu meiri en í síðustu könnun. Þeir reikna að meðaltali með 4,2% verðbólgu milli ársmeðal- tala 2007 og 2008, líkt og í grunnspá Seðlabankans. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á árinu 2009 og að verðbólga milli ársmeðaltala verði 2,7%. Meðalspá sérfræðing- anna hljóðar upp á 3,2% verðbólgu árið 2009 og 2,8% verðbólgu árið 2010. Í grunnspá Seðlabankans er verðbólgan við markmið bankans árið 2010. Þess ber að gæta að í grunnspánni er peningastefnan mun aðhaldssamari á næsta ári en í spám sérfræðinganna. Einn svarenda telur þó að verðbólgumarkmiðið náist á næsta ári vegna töluverðrar lækkunar fasteignaverðs. Aukinn hagvöxtur á spátímanum Sérfræðingarnir spá að meðaltali 2,2% hagvexti á þessu ári sem er nokkur hækkun frá því í sumar. Á næstu tveimur árum gera þeir ráð fyrir að árlegur hagvöxtur verði rúmlega 2½% og aukist í rúm 3% árið 2010. Athygli vekur að ofangreind verðbólguhjöðnun á spátímanum eigi að eiga sér stað án aðlögunar þjóðarbúskaparins. Þessar hagvaxtar- horfur eru töluvert frábrugðnar grunnspá Seðlabankans. Spáð er tæp- lega 1% hagvexti á þessu ári og ½% á því næsta. Á árinu 2009 er síð- an búist við 2% samdrætti. Spáð er að hagvöxtur aukist á ný árið 2010 og nemi tæpum 2½%. Reyndar eru sérfræðingarnir nokkuð ósammála um horfur fyrir árið 2009 og liggja svörin á bilinu 1,5-4%. Einnig er rétt að hafa í huga að ólíkt Seðlabankanum gera sérfræðingarnir ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum í sínum spám. Sérfræðingarnir spá tiltölulega sterkri krónu út spátímann Mikið fl ökt hefur verið á gengi krónunnar undanfarna mánuði vegna óróa á fjármálamörkuðum. Sérfræðingarnir eru sammála um að gengi krónunnar lækki nokkuð á næsta ári og spá því að gengisvísitalan verði að meðaltali tæplega 125 stig að ári liðnu. Flestir reikna með að gengi krónunnar hækki á ný þegar líður á spátímann og haldist tiltölulega sterkt út tímabilið. Að meðaltali spá þeir að gengisvísitalan verði 123

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.