Peningamál - 01.11.2007, Page 37

Peningamál - 01.11.2007, Page 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 37 Þrátt fyrir öran vöxt framleiðslugetu undanfarin ár hefur hún ekki haldið í við vöxt innlendrar eftirspurnar ... Samkvæmt mati Seðlabankans hefur framleiðslugeta hagkerfisins vaxið ört á undanförnum árum.3 Framleiðslugeta ákvarðast af framleiðni og nýtingu framleiðsluþátta og endurspeglar aukin framleiðslugeta undan- farið m.a. fjölgun stóriðju- og orkuvera, uppbyggingu fjármálakerfisins og aukna framleiðni vinnuafls. Framleiðslugetu er ekki hægt að mæla beint og er mat á henni því háð viðbótaróvissu, þ.e.a.s. umfram óvissu um mældar stærðir sem matið byggist á. Kerfisbreytingar undangeng- inna ára og verulegur innflutningur erlends vinnuafls auka óvissu við slíkt mat. Mat Seðlabankans á fjármagnsstofninum, þátttöku erlends vinnuafls, heildarþáttaframleiðni og framleiðni vinnuafls hefur t.d. hækkað eftir því sem bankinn hefur fengið betri upplýsingar. ... og framleiðsluspenna hefur myndast sem hjaðnar hratt og hverfur um mitt næsta ár Þrátt fyrir að framleiðslugetan hafi aukist hratt á undanförnum árum hefur innlend eftirspurn vaxið enn örar. Framleiðsluspenna hefur myndast og stuðlað að verðbólgu. Samkvæmt mati Seðlabankans myndaðist framleiðsluspenna á árinu 2004 eftir skammvinnan slaka og náði hámarki ári seinna í um 4½% af framleiðslugetu. Spennan hefur hjaðnað nokkuð síðan þá og er áætlað að hún verði u.þ.b. 2% í ár. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að framleiðsluspenna hjaðni nokkuð ört á næstu misserum, hverfi um mitt næsta ár og að slaki myndist eftir það. Slakinn nær hámarki í rúmlega 4% á fyrri hluta ársins 2010 en eftir það fer að draga úr honum. Vegna mikillar óvissu um mat á framleiðsluspennu er mikilvægt að horfa einnig til hagvísa af vinnu-, vöru- og fjármálamörkuðum, sem geta gefið vísbendingar um jafnvægið á milli framboðs og eftirspurnar. Í síðustu Peningamálum var lögð áhersla á að meiri verðbólga en spáð var og mikill vöxtur atvinnu bentu e.t.v. til meiri framleiðsluspennu en fælist í fyrstu áætlunum Hagstofunnar um hagvöxt í fyrra. Enn benda ýmsir hagvísar til þess að framleiðsluspenna kunni að vera vanmetin sakir meiri undirliggjandi vaxtar eftirspurnar á yfirstandandi ári en ráða má af fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Komi það á daginn gæti hjöðnun framleiðsluspennu orðið hægari en hér er gert ráð fyrir (sjá nánar í rammagrein IX-1). 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Hagvöxtur 1990-20101 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-11 Framleiðsluspenna 1990-20101 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 3. Framleiðslugeta hagkerfi sins er það framleiðslustig sem samrýmist fullri nýtingu fram- leiðsluþátta við skilyrði stöðugrar verðbólgu. Framleiðsluspenna er mismunur vergrar landsframleiðslu og framleiðslugetu, mældur sem hlutfall af framleiðslugetunni. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta framleiðslugetu, en ekki er samstaða um hvaða aðferð sé heppilegust. Sjá t.d. Frederic S. Mishkin (2007). „Estimating potential output”, ræða fl utt á ráðstefnu Seðlabankans í Dallas Price Measurement for Monetary Policy, 24. maí 2007. Mat Seðlabankans á framleiðslugetu byggist á svokallaðri framleiðslufalls- aðferð þar sem getan er metin út frá ýmsum útfærslum af Cobb-Douglas framleiðslufalli með fastri stærðarhagkvæmni (sjá nánari umfjöllun í rammagrein IV-3 á bls. 29-30 í Peningamálum 2006/1).

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.