Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 54
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
3
54
Áfram meiri hætta á að verðbólgu sé vanspáð ...
Við mat á efnahagshorfum og ákvörðun stýrivaxta ber að taka til-
lit til óvissumats grunnspárinnar ekki síður en grunnferilsins sjálfs.
Fráviksdæmin eru notuð til að varpa sterkara ljósi á tvo mikilvægustu
áhættuþætti spárinnar.
Mynd IX-3 sýnir óvissubil gengisspárinnar. Mikil óvissa ríkir um
þróun gengisins og er óvissubil spárinnar því breitt. Heildarmat á
áhættuþáttum spárinnar sem taldir eru upp í töflu IX-1 leiðir til þess
að líkindadreifing gengisspárinnar er skekkt upp á við, sérstaklega á
fyrri hluta spátímans. Áhættuþættir grunnspár gefa jafnframt til kynna
að líklegra sé að framleiðsluspenna á fyrri hluta spátímans verði meiri
en í grunnspánni en að hún verði minni (mynd IX-4). Hins vegar
er líklegt að líkindadreifingin sé u.þ.b. samhverf þegar líður á spá-
fram á mitt ár 2009, en verðbólgumarkmiðið næst á þriðja ársfjórð-
ungi þess árs, u.þ.b. hálfu ári seinna en talið var í júlí. Verðbólgan
fer því ekki inn fyrir 50% bil líkindadreifi ngar júlíspárinnar fyrr en á
seinni hluta næsta árs.
Í meginatriðum má rekja óhagstæðari verðbólguþróun til meiri
spennu í þjóðarbúskapnum, eins og áður hefur verið rakið. Hún
kemur t.d. fram í því að launakostnaður fyrirtækja er nú talinn hafa
aukist töluvert meira á síðustu tveimur árum en áður var talið. Jafn-
framt birtist hún í meiri hækkun húsnæðisverðs en áður var spáð, en
hvort tveggja styður við vöxt einkaneyslu auk þess að hafa bein áhrif
á mælda verðbólgu.
Áhrif á stýrivaxtaferil grunnspárinnar
Óhagstæðari þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga en spáð var í
júlí veldur því að aðhald peningastefnunnar í gegnum raunstýrivexti
verður minna en búist var við í síðustu Peningamálum. Gert er ráð
fyrir að gengi krónunnar taki að lækka þegar líða tekur á seinni hluta
spátímans. Launakostnaður á framleidda einingu hækkar einnig
nokkru meira en samrýmist verðbólgumarkmiðinu allt fram á mitt
ár 2009. Þessi undirliggjandi kostnaðarþrýstingur kemur í veg fyrir
að verðbólga hjaðni nógu hratt í átt að markmiði ef miðað er við
stýrivaxtaferil síðustu Peningamála, þrátt fyrir að kominn verði fram-
leiðsluslaki um mitt næsta ár. Eins og sést á mynd 4 yrði verðbólgu-
hjöðnunin töluvert hægari með stýrivaxtaferli júlíspárinnar. Verð-
bólga myndi vera yfi r 3% út árið 2009 og markmiðið ekki nást fyrr
en í blálok spátímabilsins.
Til þess að verðbólguvæntingar fái þá kjölfestu sem nægir til að
verðbólgumarkmiðið náist nægilega fl jótt og varanlega, þrátt fyrir
að gengi krónunnar lækki á seinna hluta tímabilsins, þurfa stýrivextir
að vera hærri en gert var ráð fyrir í júlí. Hækkun stýrivaxta, eins
og sýnt er á mynd 5, stuðlar að því að verðbólgumarkmiðið náist
tæplega ári fyrr en að óbreyttum stýrivaxtaferli. Það er þó seinna en
stefnt var að í júlí, eins og áður hefur verið vikið að. Stýrivextir taka
að lækka aftur um mitt næsta ár, u.þ.b. ársfjórðungi síðar en talið var
mögulegt í síðustu Peningamálum. Þeir eru hærri allt til loka næsta
árs, en þá lækka þeir hraðar en gert var ráð fyrir í júlíspánni. Á fyrri
hluta ársins 2009 verða stýrivextir orðnir svipaðir og í júlíspánni og
nokkru lægri það sem eftir lifi r spátímans. Við lok hans eru stýrivextir
í báðum spánum nálægt 4½%. Stýrivextirnir eru þó ávallt innan þess
bils sem í júlí voru taldar helmings líkur á að þeir yrðu. Tiltölulega
lágir vextir í lok tímabilsins eru til þess fallnir að styðja við efnahags-
bata að samdráttarskeiði loknu.
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
Mynd 4
Verðbólga
Grunnspá og spá með stýrivöxtum PM 2007/2
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
Grunnspá PM 2007/3
Verðbólguspá með stýrivöxtum PM 2007/2
Verðbólgumarkmið
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
2010200920082007
Mynd 5
Stýrivextir
Grunnspá og óvissumat PM 2007/2 ásamt grunnspá PM 2007/3
%
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
2006 2007 2008 2009 ‘10
50% óvissubil
75% óvissubil
90% óvissubil
Grunnspá PM 2007/2
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Grunnspá PM 2007/3