Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 54

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 54
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 54 Áfram meiri hætta á að verðbólgu sé vanspáð ... Við mat á efnahagshorfum og ákvörðun stýrivaxta ber að taka til- lit til óvissumats grunnspárinnar ekki síður en grunnferilsins sjálfs. Fráviksdæmin eru notuð til að varpa sterkara ljósi á tvo mikilvægustu áhættuþætti spárinnar. Mynd IX-3 sýnir óvissubil gengisspárinnar. Mikil óvissa ríkir um þróun gengisins og er óvissubil spárinnar því breitt. Heildarmat á áhættuþáttum spárinnar sem taldir eru upp í töflu IX-1 leiðir til þess að líkindadreifing gengisspárinnar er skekkt upp á við, sérstaklega á fyrri hluta spátímans. Áhættuþættir grunnspár gefa jafnframt til kynna að líklegra sé að framleiðsluspenna á fyrri hluta spátímans verði meiri en í grunnspánni en að hún verði minni (mynd IX-4). Hins vegar er líklegt að líkindadreifingin sé u.þ.b. samhverf þegar líður á spá- fram á mitt ár 2009, en verðbólgumarkmiðið næst á þriðja ársfjórð- ungi þess árs, u.þ.b. hálfu ári seinna en talið var í júlí. Verðbólgan fer því ekki inn fyrir 50% bil líkindadreifi ngar júlíspárinnar fyrr en á seinni hluta næsta árs. Í meginatriðum má rekja óhagstæðari verðbólguþróun til meiri spennu í þjóðarbúskapnum, eins og áður hefur verið rakið. Hún kemur t.d. fram í því að launakostnaður fyrirtækja er nú talinn hafa aukist töluvert meira á síðustu tveimur árum en áður var talið. Jafn- framt birtist hún í meiri hækkun húsnæðisverðs en áður var spáð, en hvort tveggja styður við vöxt einkaneyslu auk þess að hafa bein áhrif á mælda verðbólgu. Áhrif á stýrivaxtaferil grunnspárinnar Óhagstæðari þróun verðbólgu og verðbólguvæntinga en spáð var í júlí veldur því að aðhald peningastefnunnar í gegnum raunstýrivexti verður minna en búist var við í síðustu Peningamálum. Gert er ráð fyrir að gengi krónunnar taki að lækka þegar líða tekur á seinni hluta spátímans. Launakostnaður á framleidda einingu hækkar einnig nokkru meira en samrýmist verðbólgumarkmiðinu allt fram á mitt ár 2009. Þessi undirliggjandi kostnaðarþrýstingur kemur í veg fyrir að verðbólga hjaðni nógu hratt í átt að markmiði ef miðað er við stýrivaxtaferil síðustu Peningamála, þrátt fyrir að kominn verði fram- leiðsluslaki um mitt næsta ár. Eins og sést á mynd 4 yrði verðbólgu- hjöðnunin töluvert hægari með stýrivaxtaferli júlíspárinnar. Verð- bólga myndi vera yfi r 3% út árið 2009 og markmiðið ekki nást fyrr en í blálok spátímabilsins. Til þess að verðbólguvæntingar fái þá kjölfestu sem nægir til að verðbólgumarkmiðið náist nægilega fl jótt og varanlega, þrátt fyrir að gengi krónunnar lækki á seinna hluta tímabilsins, þurfa stýrivextir að vera hærri en gert var ráð fyrir í júlí. Hækkun stýrivaxta, eins og sýnt er á mynd 5, stuðlar að því að verðbólgumarkmiðið náist tæplega ári fyrr en að óbreyttum stýrivaxtaferli. Það er þó seinna en stefnt var að í júlí, eins og áður hefur verið vikið að. Stýrivextir taka að lækka aftur um mitt næsta ár, u.þ.b. ársfjórðungi síðar en talið var mögulegt í síðustu Peningamálum. Þeir eru hærri allt til loka næsta árs, en þá lækka þeir hraðar en gert var ráð fyrir í júlíspánni. Á fyrri hluta ársins 2009 verða stýrivextir orðnir svipaðir og í júlíspánni og nokkru lægri það sem eftir lifi r spátímans. Við lok hans eru stýrivextir í báðum spánum nálægt 4½%. Stýrivextirnir eru þó ávallt innan þess bils sem í júlí voru taldar helmings líkur á að þeir yrðu. Tiltölulega lágir vextir í lok tímabilsins eru til þess fallnir að styðja við efnahags- bata að samdráttarskeiði loknu. ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM Mynd 4 Verðbólga Grunnspá og spá með stýrivöxtum PM 2007/2 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2007/3 Verðbólguspá með stýrivöxtum PM 2007/2 Verðbólgumarkmið 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 2010200920082007 Mynd 5 Stýrivextir Grunnspá og óvissumat PM 2007/2 ásamt grunnspá PM 2007/3 % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 ‘10 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. Grunnspá PM 2007/3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.