Peningamál - 01.11.2007, Page 41

Peningamál - 01.11.2007, Page 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 41 VI Vinnumarkaður og launaþróun Spenna á vinnumarkaði virðist síst minni en við síðustu útgáfu Peningamála. Dregið hefur enn frekar úr atvinnuleysi og skorti á vinnuafli hefur að mestu leyti verið mætt með innflutningi vinnuafls. Það hefur þó ekki dugað til og hafa atvinnurekendur þurft að keppa um starfsmenn með yfirboðum. Launaskrið er því enn töluvert og launakostnaður hefur aukist meira en reiknað var með í síðustu spá Seðlabankans. Horfur eru á að launakostnaður aukist töluvert meira en samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstu tveimur árum en úr vextinum dragi eftir því sem atvinnuleysi eykst og að hann verði í samræmi við verðbólgumarkmiðið á seinni hluta spátímabilsins. Atvinnuleysi undir einni prósentu Atvinnuleysi hefur að undanförnu verið hverfandi og svipað og það varð minnst á toppi síðustu uppsveiflu. Atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðarsveiflu hefur verið um 1% það sem af er ári. Því er spáð að atvinnuleysi verði minna framan af spátímanum en í síðustu spá bank- ans en aukist eftir því sem dregur úr umsvifum í þjóðarbúskapnum í u.þ.b. 4% á árunum 2009-2010. Það er heldur lægra atvinnuleysi en spáð var í síðustu Peningamálum. Nær helmingur fyrirtækja vill fjölga starfsmönnum Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins í september sýna að eftirspurn fyrirtækja eftir starfsfólki er enn mikil eða svipuð og þegar sambærileg könnun var gerð í maí.1 Nær helmingur fyrirtækja vildi fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum eða álíka hlutfall og í maí. Áhugi á að fjölga fólki virðist einna mest meðal fyrirtækja í þjónustu. Á hinn bóginn voru fyrirtæki sem vildu fækka starfsmönnum á næstu sex mánuðum hlutfallslega fleiri í september en í maí nema í samgöngu- og flutningageiranum. Hlutfall fyrirtækja sem vildu fækka starfsmönnum var þó svipað og í desember sl. Mest breyting varð hjá fyrir tækjum í iðnaði, sjávarútvegi og bygginga- og mannvirkjagerð. Eftir sem áður voru fyrirtæki sem vildu fjölga starfsmönnum mun fleiri en þau sem vildu fækka nema í sjávarútvegi. Því bendir fátt til aukins atvinnuleysis á næstu mánuðum. Töluverður munur var á afstöðu fyrirtækja til fækkunar starfs- manna eftir staðsetningu, ólíkt niðurstöðum könnunarinnar í maí. Fimmtungur fyrirtækja á landsbyggðinni vill fækka starfsmönnum en aðeins tíundi hluti fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Í maí taldi aðeins 1½% fyrirtækja á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæði að fækka þyrfti starfsmönnum. Niðurskurður aflaheimilda, hátt raungengi og lok stóriðjuframkvæmda á Austurlandi skýra líklega meiri vilja til fækk- unar starfsmanna á landsbyggðinni. Atvinnuleysi kann því að aukast á sumum svæðum á landsbyggðinni á vetrarmánuðum þrátt fyrir að þriðjungur fyrirtækja þar vilji fjölga starfsfólki. 1. Könnunin hefur verið gerð reglulega frá því í september 2002 fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 1991 - september 2007 % af mannafla Atvinnuleysi Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-2 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum Hlutfall fyrirtækja sem vilja fækka starfsmönnum 0 10 20 30 40 50 20072006200520042003‘02 Se pt . Se pt . Fe b. Se pt . Fe b. O kt . Fe b. M aí Fe b. Se pt . D es . Fe b. Jú ní Se pt . Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-3 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 80 La nd sb yg gð H öf uð bo rg Y m is s ér hæ fð þ jó nu st a Fj ár m ál a- o g t ry gg in ga st ar fs . By gg in ga - st ar fs . o g ve itu r Sa m g. , fl ut ni ng ar og f er ða þj ón . Sj áv ar - út ve gu r V er sl un Ið na ðu r og fr am le ið sl a Ö ll fy rir tæ ki Fjölga Fækka Fjölga umfram fækka

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.