Peningamál - 01.11.2007, Síða 41

Peningamál - 01.11.2007, Síða 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 41 VI Vinnumarkaður og launaþróun Spenna á vinnumarkaði virðist síst minni en við síðustu útgáfu Peningamála. Dregið hefur enn frekar úr atvinnuleysi og skorti á vinnuafli hefur að mestu leyti verið mætt með innflutningi vinnuafls. Það hefur þó ekki dugað til og hafa atvinnurekendur þurft að keppa um starfsmenn með yfirboðum. Launaskrið er því enn töluvert og launakostnaður hefur aukist meira en reiknað var með í síðustu spá Seðlabankans. Horfur eru á að launakostnaður aukist töluvert meira en samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næstu tveimur árum en úr vextinum dragi eftir því sem atvinnuleysi eykst og að hann verði í samræmi við verðbólgumarkmiðið á seinni hluta spátímabilsins. Atvinnuleysi undir einni prósentu Atvinnuleysi hefur að undanförnu verið hverfandi og svipað og það varð minnst á toppi síðustu uppsveiflu. Atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðarsveiflu hefur verið um 1% það sem af er ári. Því er spáð að atvinnuleysi verði minna framan af spátímanum en í síðustu spá bank- ans en aukist eftir því sem dregur úr umsvifum í þjóðarbúskapnum í u.þ.b. 4% á árunum 2009-2010. Það er heldur lægra atvinnuleysi en spáð var í síðustu Peningamálum. Nær helmingur fyrirtækja vill fjölga starfsmönnum Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins í september sýna að eftirspurn fyrirtækja eftir starfsfólki er enn mikil eða svipuð og þegar sambærileg könnun var gerð í maí.1 Nær helmingur fyrirtækja vildi fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum eða álíka hlutfall og í maí. Áhugi á að fjölga fólki virðist einna mest meðal fyrirtækja í þjónustu. Á hinn bóginn voru fyrirtæki sem vildu fækka starfsmönnum á næstu sex mánuðum hlutfallslega fleiri í september en í maí nema í samgöngu- og flutningageiranum. Hlutfall fyrirtækja sem vildu fækka starfsmönnum var þó svipað og í desember sl. Mest breyting varð hjá fyrir tækjum í iðnaði, sjávarútvegi og bygginga- og mannvirkjagerð. Eftir sem áður voru fyrirtæki sem vildu fjölga starfsmönnum mun fleiri en þau sem vildu fækka nema í sjávarútvegi. Því bendir fátt til aukins atvinnuleysis á næstu mánuðum. Töluverður munur var á afstöðu fyrirtækja til fækkunar starfs- manna eftir staðsetningu, ólíkt niðurstöðum könnunarinnar í maí. Fimmtungur fyrirtækja á landsbyggðinni vill fækka starfsmönnum en aðeins tíundi hluti fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Í maí taldi aðeins 1½% fyrirtækja á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæði að fækka þyrfti starfsmönnum. Niðurskurður aflaheimilda, hátt raungengi og lok stóriðjuframkvæmda á Austurlandi skýra líklega meiri vilja til fækk- unar starfsmanna á landsbyggðinni. Atvinnuleysi kann því að aukast á sumum svæðum á landsbyggðinni á vetrarmánuðum þrátt fyrir að þriðjungur fyrirtækja þar vilji fjölga starfsfólki. 1. Könnunin hefur verið gerð reglulega frá því í september 2002 fyrir Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 1991 - september 2007 % af mannafla Atvinnuleysi Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-2 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga starfsmönnum Hlutfall fyrirtækja sem vilja fækka starfsmönnum 0 10 20 30 40 50 20072006200520042003‘02 Se pt . Se pt . Fe b. Se pt . Fe b. O kt . Fe b. M aí Fe b. Se pt . D es . Fe b. Jú ní Se pt . Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-3 Hlutfall fyrirtækja sem vilja fjölga eða fækka starfsmönnum á næstu 6 mánuðum % -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 80 La nd sb yg gð H öf uð bo rg Y m is s ér hæ fð þ jó nu st a Fj ár m ál a- o g t ry gg in ga st ar fs . By gg in ga - st ar fs . o g ve itu r Sa m g. , fl ut ni ng ar og f er ða þj ón . Sj áv ar - út ve gu r V er sl un Ið na ðu r og fr am le ið sl a Ö ll fy rir tæ ki Fjölga Fækka Fjölga umfram fækka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.