Peningamál - 01.11.2007, Page 24

Peningamál - 01.11.2007, Page 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 24 hafa að verulegu leyti gengið til baka, en álag íslensku bankanna hefur ekki lækkað samsvarandi og jafnvel hækkað. Allir íslensku bankarnir hafa farið í skuldabréfaútboð síðan álagið hækkaði og voru kjörin lakari en buðust undanfarin misseri. Á sama tíma og skuldatrygg- ingarálag hefur hækkað hefur almennt áhættuálag á LIBOR-vexti einnig hækkað. Því má gera ráð fyrir að fjármögnunarkostnaður innlendra fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum hafi almennt hækkað þrátt fyrir væntingar um lækkandi vexti á bandarískum og evrópskum skuldabréfum. Minnkandi áhugi á vaxtamunarviðskiptum samhliða endurmati á áhættu Stærsti gjalddagi jöklabréfa frá upphafi útgáfu þeirra var í september sl. Áhrifin á krónuna voru vart merkjanleg. Fyrir því eru eflaust tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafði gengi krónunnar lækkað töluvert í ágúst, en það gæti bent til þess að einhverjir hafi losað um krónustöður fyrr en ella þegar órói jókst á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Í öðru lagi kann stór hluti jöklabréfa á gjalddaga í september að hafa verið endur- fjármagnaður fyrir gjalddagana, enda jókst útgáfa jöklabréfa í ágúst- mánuði. Útgáfa erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum umfram innlausn hefur numið rúmum 100 ma.kr. það sem af er þessu ári en útistandandi fjárhæð þeirra dróst saman á þriðja fjórðungi ársins. Einnig er hugsanlegt að fjárfestar í vaxtamunarviðskiptum telji innlend verðbréf áhættumeiri en áður og sækist því eftir styttri skuld- bindingum sem auðvelt er að losa með stuttum fyrirvara. Aukning í veðlánum Seðlabankans gæti bent til þess að einhver hluti þessara aðila hafi ákveðið að taka stöðu í íslensku krónunni í gegnum pen- ingamarkaðinn. Hræringar á fjármálamörkuðum víða um heim gætu minnkað áhuga á vaxtamunarviðskiptum sökum endurmats á áhættu. Vaxta- munur að teknu tilliti til vænts gengisflökts dróst saman í ágúst og fram í september en það bendir til þess að hvati til slíkra viðskipta hafi minnk- að. Frá því í september hefur hann þó aukist á ný og gengi krónunnar styrkst samhliða. Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna gefur vísbendingu um stöðutöku í krónunni og hefur þróun hennar fylgt framvindu vaxta- munarins þegar hann er leiðréttur með tilliti til vænts gengisflökts (sjá mynd III-6). Eins og nánar er fjallað um í kaflanum Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans lækkaði framvirka staðan ört í byrjun ágúst en hækkaði undir lok mánaðarins þegar óróann tók að lægja. Þegar snarpar breytingar hafa orðið á vaxtamun að teknu tilliti til vænts gengis- flökts hefur velta á gjaldeyrismarkaði jafnframt aukist. Verðtryggðir vextir íbúðalána hafa hækkað Vextir á nýjum íbúðalánum hafa hækkað frá útgáfu síðustu Peningamála. Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs virðast hafa verið töluvert lægri en ávöxt- unarkrafa á markaði hefur gefið tilefni til, auk þess sem sjóðurinn hefur um nokkurt skeið einungis tekið tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa (sjá mynd III-7), þar sem ávöxtunin er lægst. Hefur það dregið úr áhrifum stýrivaxtahækkana á kjör verðtryggðra útlána til heimila. Viðskiptabankarnir höfðu einnig haldið útlánsvöxtum á íbúðalánum lægri en ella sökum samkeppni við Íbúðalánasjóð. Svo virðist sem það Punktar Mynd III-4 Skuldatryggingar íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 8. júlí 2006 - 30. október 2007 Heimildir: Bloomberg, Reuters. Kaupþing Glitnir Landsbanki Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja 0 20 40 60 80 100 120 140 160 2006 2007 Tilkynntar útgáfur erlendra skuldabréfa (v. ás) Á gjalddaga (v. ás) Útistandandi erlend skuldabréf (h. ás) 1. Gögn til og með 30. október 2007. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd III-5 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum1 Mánaðarlegar tölur ágúst 2005 - október 2007 % af VLF -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 -4 2 8 14 20 26 32 38 44 50 ‘1120102009200820072006‘05 1. Hlutfall þriggja mánaða vaxtamunar á peningamarkaði á Íslandi og evrusvæði af afleiddu flökti á ISK/EUR-valrétti. Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Mynd III-6 Vaxtamunur að teknu tilliti til gengisflökts1 og framvirk gjaldeyrisstaða bankanna Mánaðarlegar tölur janúar 2006 - september 2007 % 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 1,0 20072006 340 420 500 580 660 740 820 Ma.kr. Vaxtamunur að teknu tilliti til gengisflökts (v. ás) Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna (h. ás)

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.