Peningamál - 01.11.2007, Síða 24

Peningamál - 01.11.2007, Síða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 24 hafa að verulegu leyti gengið til baka, en álag íslensku bankanna hefur ekki lækkað samsvarandi og jafnvel hækkað. Allir íslensku bankarnir hafa farið í skuldabréfaútboð síðan álagið hækkaði og voru kjörin lakari en buðust undanfarin misseri. Á sama tíma og skuldatrygg- ingarálag hefur hækkað hefur almennt áhættuálag á LIBOR-vexti einnig hækkað. Því má gera ráð fyrir að fjármögnunarkostnaður innlendra fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum hafi almennt hækkað þrátt fyrir væntingar um lækkandi vexti á bandarískum og evrópskum skuldabréfum. Minnkandi áhugi á vaxtamunarviðskiptum samhliða endurmati á áhættu Stærsti gjalddagi jöklabréfa frá upphafi útgáfu þeirra var í september sl. Áhrifin á krónuna voru vart merkjanleg. Fyrir því eru eflaust tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafði gengi krónunnar lækkað töluvert í ágúst, en það gæti bent til þess að einhverjir hafi losað um krónustöður fyrr en ella þegar órói jókst á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Í öðru lagi kann stór hluti jöklabréfa á gjalddaga í september að hafa verið endur- fjármagnaður fyrir gjalddagana, enda jókst útgáfa jöklabréfa í ágúst- mánuði. Útgáfa erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum umfram innlausn hefur numið rúmum 100 ma.kr. það sem af er þessu ári en útistandandi fjárhæð þeirra dróst saman á þriðja fjórðungi ársins. Einnig er hugsanlegt að fjárfestar í vaxtamunarviðskiptum telji innlend verðbréf áhættumeiri en áður og sækist því eftir styttri skuld- bindingum sem auðvelt er að losa með stuttum fyrirvara. Aukning í veðlánum Seðlabankans gæti bent til þess að einhver hluti þessara aðila hafi ákveðið að taka stöðu í íslensku krónunni í gegnum pen- ingamarkaðinn. Hræringar á fjármálamörkuðum víða um heim gætu minnkað áhuga á vaxtamunarviðskiptum sökum endurmats á áhættu. Vaxta- munur að teknu tilliti til vænts gengisflökts dróst saman í ágúst og fram í september en það bendir til þess að hvati til slíkra viðskipta hafi minnk- að. Frá því í september hefur hann þó aukist á ný og gengi krónunnar styrkst samhliða. Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna gefur vísbendingu um stöðutöku í krónunni og hefur þróun hennar fylgt framvindu vaxta- munarins þegar hann er leiðréttur með tilliti til vænts gengisflökts (sjá mynd III-6). Eins og nánar er fjallað um í kaflanum Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans lækkaði framvirka staðan ört í byrjun ágúst en hækkaði undir lok mánaðarins þegar óróann tók að lægja. Þegar snarpar breytingar hafa orðið á vaxtamun að teknu tilliti til vænts gengis- flökts hefur velta á gjaldeyrismarkaði jafnframt aukist. Verðtryggðir vextir íbúðalána hafa hækkað Vextir á nýjum íbúðalánum hafa hækkað frá útgáfu síðustu Peningamála. Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs virðast hafa verið töluvert lægri en ávöxt- unarkrafa á markaði hefur gefið tilefni til, auk þess sem sjóðurinn hefur um nokkurt skeið einungis tekið tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa (sjá mynd III-7), þar sem ávöxtunin er lægst. Hefur það dregið úr áhrifum stýrivaxtahækkana á kjör verðtryggðra útlána til heimila. Viðskiptabankarnir höfðu einnig haldið útlánsvöxtum á íbúðalánum lægri en ella sökum samkeppni við Íbúðalánasjóð. Svo virðist sem það Punktar Mynd III-4 Skuldatryggingar íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 8. júlí 2006 - 30. október 2007 Heimildir: Bloomberg, Reuters. Kaupþing Glitnir Landsbanki Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja 0 20 40 60 80 100 120 140 160 2006 2007 Tilkynntar útgáfur erlendra skuldabréfa (v. ás) Á gjalddaga (v. ás) Útistandandi erlend skuldabréf (h. ás) 1. Gögn til og með 30. október 2007. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd III-5 Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum1 Mánaðarlegar tölur ágúst 2005 - október 2007 % af VLF -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 -4 2 8 14 20 26 32 38 44 50 ‘1120102009200820072006‘05 1. Hlutfall þriggja mánaða vaxtamunar á peningamarkaði á Íslandi og evrusvæði af afleiddu flökti á ISK/EUR-valrétti. Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Mynd III-6 Vaxtamunur að teknu tilliti til gengisflökts1 og framvirk gjaldeyrisstaða bankanna Mánaðarlegar tölur janúar 2006 - september 2007 % 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 1,0 20072006 340 420 500 580 660 740 820 Ma.kr. Vaxtamunur að teknu tilliti til gengisflökts (v. ás) Framvirk gjaldeyrisstaða bankanna (h. ás)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.