Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 73

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 73
HLUTVERK PENINGASTEFNUNNAR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 73 Verðstöðugleiki sem meginmarkmið peningastefnunnar Trúverðugleiki peningastefnunnar er talinn best tryggður með því að gefa seðlabankanum skýr fyrirmæli um að verðstöðugleiki sé algert forgangsverkefni hennar. Þetta þýðir ekki að önnur markmið almennr- ar hagstjórnar, t.d. um atvinnu, hagvöxt og jöfnuð, skipti ekki máli. Áhersla á verðstöðugleika sem meginmarkmið peningastefnunnar endurspeglar einfaldlega mikilvægi þess að halda verðbólgu í skefj- um og þá staðreynd að peningastefnan hafi eingöngu langtímaáhrif á verðbólgu en ekki á atvinnustig eða hagvöxt. Rannsóknir síðustu ára benda einnig ótvírætt til þess að trú- verðugleiki peningastefnunnar sé best tryggður með því að hann fylgi kerfi sbundinni og fyrirsjáanlegri stefnu. Með því er dregið úr líkum á vanhugsuðum tilraunum hans til að auka atvinnu tímabundið sem hefði í för með sér vaxandi verðbólgu síðar meir.4 Skýr og ótvíræð löggjöf um hlutverk seðlabankans, sem gerir verðstöðugleika að meg- inviðfangsefni peningastefnunnar, og lagalegt sjálfstæði hans til að framfylgja þessum lögum án íhlutunar annarra stjórnvalda draga einn- ig úr líkum á tilviljanakenndri framkvæmd. Löggjöf sem þessi eykur því trúverðugleika stefnunnar og bætir árangur hennar.5 Því er engin tilviljun að þróun síðustu áratuga hefur öll verið í þessa átt. Í alþjóðlegri rannsókn Frys o.fl . frá árinu 2000 kemur fram að af 94 seðlabönkum sem hún náði til hafi 78 þeirra haft verðstöð- ugleika að forgangsverkefni peningastefnunnar. Í þeim tilvikum þar sem önnur markmið eru nefnd er nánast ávallt skýrt tekið fram að verðstöðugleiki hafi forgang. Lögin um Seðlabanka Íslands eru því efnislega sambærileg löggjöf Englandsbanka, evrópska seðlabankans, norska seðlabankans, svissneska seðlabankans og sænska seðlabank- ans svo að fáein dæmi séu nefnd.6 Löggjöf bandaríska seðlabankans er hins vegar eldri og kveður svo á að hann eigi að stuðla að verð- stöðugleika og hámarksatvinnu. Á síðustu tveimur áratugum hafa orð og gerðir bankans hins vegar ótvírætt skorið úr um að verðstöð- ugleikamarkmiðið hafi algeran forgang komi upp tilvik þar sem mark- miðin stangast á (sjá t.d. umfjöllun í Mishkin, 2006). Í rannsókn Frys o.fl . kemur einnig fram að af þessum 94 seðlabönkum hafi 66 þeirra fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir í peningamálum (sjá nánar í grein Þórarins G. Péturssonar, 2000). Síðan þessi rannsókn var gerð hefur þeim þjóðum fjölgað enn frekar sem skilgreint hafa verðstöðugleika sem meginmarkmið peningastefnunnar og aukið sjálfstæði seðlabanka til að ná þessu markmiði. Verðstöðugleiki er hins vegar ekki nákvæmlega skilgreint hugtak. Því er mikilvægt að útskýra nánar hvað átt er við. Æ fl eiri þjóðir hafa farið þá leið að setja seðlabanka sínum formlegt verðbólgumarkmið. Þá er tryggt að allir hafi sama skilning á því hvað átt er við og að 4. Sjá t.d. umfjöllun Nóbelsnefndarinnar um rannsóknir verðlaunahafa ársins 2004, Finns Kydlands og Edwards Prescotts (þýðing í Fjármálatíðindum 2005(1), bls. 40-64). 5. Sjá t.d. niðurstöður Alesinas og Summers (1993) sem sýna að sjálfstæðir seðlabankar hafa náð betri árangri í viðureigninni við verðbólgu en þeir sem eru ósjálfstæðir. 6. Hún uppfyllir því svokölluð Maastricht-skilyrði um forgangsröðun markmiða pen- ingastefnunnar og lagalegt sjálfstæði seðlabanka þeirra landa sem sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.