Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 23 bankinn lækkaði daglánavexti og nokkru síðar stýrivexti sína um 0,5 prósentur og vænta margir þess að skammtímavextir í Bandaríkjunum lækki enn frekar á næstu misserum. Aðgerðir bandaríska seðlabank- ans virtust róa fjárfesta, a.m.k. tímabundið. Á haustmánuðum lækkaði gengi hlutabréfa víða en þær lækkanir hafa þó að mestu gengið til baka. Hlutabréfaverð í nýmarkaðsríkjum lækkaði hvað mest en það er hærra nú en fyrir óróann. Töluverð lækkun varð einnig í Evrópu og í Bandaríkjunum. Áhrif óróans hefur gætt í meira mæli á skuldabréfa- og millbankamörkuðum en á hlutabréfamörkuðum, en mestur var munurinn á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa og millibankavaxta. Það að vaxtaálag hefur ekki náð fyrri gildum bendir þó til þess að fjárfestar telji áhættu fjárfestingar hafa aukist til langframa. Óróinn á alþjóð- legum fjármálamörkuðum hefur einnig komið fram í gengissveiflum fjölmargra gjaldmiðla, þ.á m. krónunnar. ... og skuldatryggingarálag bankanna hækkaði Skuldatryggingarálag íslensku bankanna og erlendra banka hækkaði í hræringum á fjármálamörkuðum. Hækkanir hjá erlendu bönkunum líka haft áhrif á gengisþróun og leiða stundum til hjarðhegðunar á fjármálamörkuðum. Mótun peningastefnu í litlu opnu hagkerfi þar sem áhrif gengisbreytinga skila sér fl jótt út í verðlag er því krefjandi viðfangsefni. Umframsparnaður á heimsvísu, sem hefur stuðlað að lausafjárgnægð um allan heim, kann að hafa dregið úr miðlun stýri- vaxta til innlendra raunvaxta, einkum vaxta til langs tíma, og aukið þannig vanda peningastefnunnar.2 Ef peningastefnan veitir verðbólguvæntingum ekki nægilega kjölfestu getur þurft verulegan vaxtamun til að færa þær á ný að verðbólgumarkmiðinu. Slíkur vaxtamunur getur leitt til mikils inn- streymis fjármagns og gengissveifl na. Kynning og miðlun upplýs- inga um peningastefnuna og tilburðir til að hafa áhrif á væntingar skipta því meira máli en áður.3 Verðbólga hefur haldist lítil og stöðug í löndum eins og Nýja-Sjálandi þar sem gengissveifl ur eru af svip- aðri stærðargráðu og á Íslandi. Því er ljóst að með trúverðugri pen- ingastefnu má tryggja framgang verðbólgu markmiðsins. Staðreyndin er sú að hnattvæðingin hefur ekki haft afgerandi áhrif á getu peningastefnunnar til að stjórna verðbólgu, jafnvel í litlu opnu hagkerfi eins og því íslenska. Hún gæti hins vegar hafa gert það kostnaðarsamara að vera verulega úr takti við hagsveifl - una í umheiminum með því að gera val peningayfi rvalda til skamms tíma á milli breytileika í verðbólgu og framleiðslu ófyrirsjáanlegra en ella sakir meiri gengissveifl na sem því fylgir. Þótt lausafjárgnægð hafi dregið úr virkni peningastefnunnar hér á landi hafa innlendar hindranir einnig staðið alvarlega í vegi fyrir miðlun stýrivaxta yfi r í útlánsvexti á íbúðalánamarkaði. Áður en ályktað er að hnattvæðing hafi gert peningastefnu bitlausa ættu stjórnvöld að draga úr slíkum hindrunum. 2. Fylgni langtímaraunvaxta á milli landa hefur aukist og má greina hliðstæða þróun í öðrum eignaflokkum eins og hlutabréfum og íbúðarhúsnæði. Sérfræðingar tengdir Alþjóða greiðslubankanum (BIS) hafa lagt fram niðurstöður sem benda til þess að inn- lend verðbólga kunni í vaxandi mæli að endurspegla framleiðsluspennu á heimsvísu, en slíkt kynni að draga úr skammtímavirkni innlendrar peningastefnu. Sjá Claudio Borio og Andrew Filardo (2007), „Globalisation and inflation: New cross-country evidence on the global determinants of domestic inflation”, BIS working papers no. 227. Ekki ríkir þó sátt um hversu einhlítar þessar niðurstöður eru, sbr. áðurnefnda grein Michael Woodfords. 3. Sjá mat á áhrifum birtingar stýrivaxtaferils, sem sérfræðingar Seðlabankans telja tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins, á vexti til miðlungs- og langs tíma í rammagrein III-2. Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. Mynd III-3 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 30. október 2007 Ísland Bandaríkin Evrusvæðið Bretland % 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 Fjöldi, viðbót í hverjum mánuði Mynd 3 Hnattvæðing vinnuafls Erlendir starfsmenn skráðir hjá Vinnumálastofnun Heimild: Vinnumálastofnun. Nýir starfsmenn á vegum starfsmannaleigna Skráðir nýir starfsmenn frá ESB-8 Ný tímabundin leyfi Ný tímabundin leyfi á nýjum vinnustað, framlengd tímabundin leyfi og starfsmenn frá ESB-8 áður á vinnumarkaði 2007200620052004 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 % Mynd 4 Verðbólguvæntingar á Íslandi og í Nýja-Sjálandi Væntingar um verðbólgu til eins árs samkvæmt könnunum Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Nýja-Sjálands, Seðlabanki Íslands. Verðbólguvæntingar íslenskra fyrirtækja Verðbólguvæntingar íslenskra neytenda Verðbólguvæntingar nýsjálenskra fyrirtækja 1 2 3 4 5 6 7 8 2002 2003 2004 2005 2006 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.