Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 53 Rammagrein IX-1 Breytingar á verðbólguspá frá Peningamálum 2007/2 Nýjar upplýsingar kalla á endurmat á stöðu efnahagsmála og horf- um framundan. Í þessari rammagrein eru raktar helstu breytingar á verðbólguhorfum og spám um megináhrifaþætti hennar frá Pen- ingamálum 2007/2 og ný grunnspá borin saman við líkindadreifi ngu síðustu grunnspár. Frá því að Seðlabankinn birti spá sína í júlí hefur verðbólga verið meiri en bankinn spáði. Endurmetnir þjóðhagsreikningar benda til þess að meiri verðbólgu megi rekja til þess að spenna í þjóðarbú- skapnum og undirliggjandi kostnaðarþrýstingur hafi að undanförnu verið meiri en áður var talið. Verðbólguhorfur eru því verri en tal- ið var í júlí. Í því felst að stýrivaxtaferill síðustu Peningamála dugar ekki til að ná verðbólgumarkmiðinu innan þess tíma sem stefnt var að. Ferill stýrivaxta sem hér birtist liggur því óhjákvæmilega nokkru hærra og lækkun þeirra er seinkað um einn ársfjórðung. Þannig tekst að ná verðbólgumarkmiðinu á þriðja ársfjórðungi 2009 og halda verðbólgu í grennd við markmiðið það sem eftir lifi r spátímans. Gengisþróunin svipuð og í síðustu spá Þrátt fyrir töluverðar sviptingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og skammtímasveifl ur í gengi gjaldmiðla hefur gengisþróun krón- unnar frá því í júlí verið á heildina litið svipuð og spáð var í Peninga- málum 2007/2. Gengið er reyndar lítillega veikara en þá var spáð, en eins og mynd 1 sýnir er reiknað með mjög áþekkri gengisþróun næstu þrjú árin. Krónan helst því nokkuð sterk út næsta ár en eftir það tekur gengi hennar að lækka eftir því sem dregur úr vaxtamun við útlönd á sama tíma og dregur úr spennu í þjóðarbúskapnum. Í lok spátímans er gengisvísitalan á svipuðu róli og í júlíspánni. Meiri framleiðsluspenna þrátt fyrir aukinn vöxt framleiðslugetu Eins og fjallað var um í síðustu Peningamálum voru ýmsar vísbend- ingar um að framleiðsluspenna hafi verið meiri á síðasta ári en fólst í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Má þar einkum nefna þróun á vinnumarkaði. Óhagstæðari verðbólguþróun á fyrri hluta ársins en bankinn hafði áður spáð mátti einnig túlka sem vísbendingu um meiri framleiðsluspennu. Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikning- um var hagvöxtur á síðasta ári 1½ prósentu meiri en samkvæmt áætlun Hagstofunnar í mars (sjá einnig umfjöllun í rammagrein IV- 3). Framleiðsluspenna síðasta árs er því nú talin tæplega 1 prósentu meiri en í júlí. Þar að auki virðist stefna í nokkru meiri hagvöxt á þessu ári. Framleiðsluspennan í ár er því metin 1½ prósentu meiri en í júlíspánni. Eins og mynd 2 ber með sér er frávikið frá júlíspánni meira en þá var talið líklegt. Eins og í síðustu spá hefur heildarþáttaframleiðni og framleiðni vinnuafl s verið endurskoðuð upp á við. Vöxtur framleiðslugetu er því heldur meiri á öllum spátímanum en í síðustu spá. Þetta ásamt minnkandi hagvexti veldur því að framleiðsluspennan minnkar þegar líður á spátímann. Um mitt næsta ár hefur spennan hjaðnað, u.þ.b. ársfjórðungi seinna en í síðustu spá. Við lok spátímans er slakinn orð- inn heldur meiri en í júlíspánni, en frá miðju ári 2010 fer að draga úr honum á ný enda hagvaxtarhorfur ágætar á árinu. Frá miðju næsta ári er framleiðsluspennan þó innan 50% óvissubils júlíspárinnar. Verðbólguhorfur verri en spáð var í síðustu Peningamálum Verðbólga á þriðja ársfjórðungi reyndist nánast hin sama og spáð var í júlí. Hins vegar er útlit fyrir að verðbólga á síðasta fjórðungi ársins verði rúmlega prósentu meiri en þá var spáð eða tæplega 5% og að verðbólga á fyrsta ársfjórðungi næsta árs verði álíka mikil. Miðað við líkindadreifi ngu síðustu verðbólguspár var þetta talin ólíkleg þróun (sjá mynd 3). Verðbólga verður áfram nokkru meiri en spáð var í júlí 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/2 Mynd 1 Gengisvísitala Grunnspá og óvissumat PM 2007/2 ásamt grunnspá PM 2007/3 Heimild: Seðlabanki Íslands. 31/12 1991 = 100 Grunnspá PM 2007/3 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 2006 2007 2008 2009 ‘10 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/2 Mynd 2 Framleiðsluspenna Grunnspá og óvissumat PM 2007/2 ásamt grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Grunnspá PM 2007/3 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2006 2007 2008 2009 ‘10 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/2 Mynd 3 Verðbólga Grunnspá og óvissumat PM 2007/2 ásamt grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2007/3 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 ‘10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.