Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 72

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 72
HLUTVERK PENINGASTEFNUNNAR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 72 til þess að kostnaðurinn við að ráða niðurlögum slíkrar verðbólgu geti verið verulegur í glötuðum hagvexti og tekjum. Sá tímabundni kostn- aður er hins vegar lítill miðað við hið varanlega tap sem fylgir viðvar- andi verðbólgu. Af þessum sökum hefur fl estum seðlabönkum verið sett það höfuðmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Hvað getur peningastefnan gert? Fram á miðjan áttunda áratug síðustu aldar var talið að með beit- ingu peningastefnu mætti velja á milli markmiða um verðbólgu og atvinnustig. Með slakri peningastefnu mætti til langs tíma tryggja hátt atvinnustig á kostnað hófl egrar verðbólgu eða með aðhaldssamri pen- ingastefnu litla verðbólgu á kostnað atvinnu. Fjöldi rannsókna og bitur reynsla frá þessum tíma hefur orðið til þess að framangreind kenning á nú lítinn hljómgrunn.3 Þvert á móti hafi þjóðarbúskapurinn tilhneig- ingu til að leita með tímanum í undirliggjandi náttúrulegt stig atvinnu og hagvaxtar óháð því að hvaða verðbólgustigi er stefnt. Peninga- stefna sem reynir að halda atvinnuleysi kerfi sbundið undir náttúrulegu atvinnuleysi eða hagvexti yfi r vexti framleiðslugetu leiðir að endingu einungis til stigvaxandi verðbólgu en skilar ekki meiri atvinnu eða hag- vexti. Í ljósi þess sem áður sagði um skaðsemi verðbólgu er líklegra að afl eiðingarnar yrðu á endanum bæði minni atvinna og hagvöxtur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að því meira sem reynt er að nota pen- ingastefnuna til að halda atvinnu og hagvexti yfi r langtímagildum sín- um, því minni verður skammtímaávinningurinn og að endingu hverfur hann alveg. Ástæðan er sú að almenningur og fyrirtæki læra smám saman á hegðun seðlabankans og verðbólguvæntingar aðlagast æ fyrr hærra verðbólgustigi. Þar sem verð- og kauplag eru að nokkru marki tregbreytanleg verður hlutverk peningastefnunnar fyrst og fremst að halda verðbólgu lítilli og stöðugri ásamt því að reyna að draga úr tímabundnum frávikum atvinnu og hagvaxtar frá langtímajafnvægi að því gefnu að seðlabank- anum hafi tekist að veita verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu. Þegar þensla er í þjóðarbúskapnum fer allt saman: hagvöxtur er meiri en vöxtur framleiðslugetu, atvinnuleysi undir náttúrulegu atvinnuleysi og verðbólga mikil. Seðlabankinn leitast við að draga tímabundið úr umsvifum í þjóðarbúskapnum með hækkun stýrivaxta og verðbólga hjaðnar og eftirspurn leitar í sjálfbært stig. Þetta ferli getur hins vegar tekið tíma og komið harkalega við fjárhag fyrirtækja og heimila. Því er mikilvægt að missa ekki sjónar á langtímaávinningi þess að ná tökum á verðbólgunni. Aðlögunin verður því kostnaðarminni sem trúverðugleiki pen- ingastefnunnar er meiri. Meiri trúverðugleiki auðveldar seðlabank- anum að hafa áhrif á væntingar og þar með að draga úr sveifl um í verðbólgu og almennri eftirspurn. Vel heppnuð peningastefna sem veitir verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu er því í raun forsenda þess að hægt sé að ná árangri í að jafna sveifl ur í atvinnustigi og hag- vexti. 3. Sjá t.d. umfjöllun Nóbelsnefndarinnar um rannsóknir verðlaunahafa síðasta árs, Edmunds S. Phelps (þýðing væntanleg í Fjármálatíðindum 2006(2)).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.