Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 25 hafi reynst þeim sífellt erfiðara eftir því sem erlend og innlend fjár- málaleg skilyrði hafa orðið óhagstæðari. Því hefur orðið æ erfiðara fyrir bankana að fjármagna sig á innlendum markaði þannig að þeir geti keppt við vexti Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður nýtur hins vegar ríkisábyrgðar á lánum sínum og getur fjármagnað sig með útgáfu skuldabréfa til mjög langs tíma og þannig nýtt sér að ávöxtunarferli verðtryggðra skuldabréfa hallar mjög niður á við. Miðað við hækkanir á lengstu íbúðabréfunum undanfarið er hins vegar líklegt að sjóðurinn þurfi að hækka útlánsvexti sína á næstunni. Aukin erlend lántaka þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar Erlend lántaka hefur aukist mjög undanfarin misseri og hefur hlutfall gengistryggðra útlána af heildarútlánum heimila aukist. Einnig hefur gjaldmiðlasamsetning þessara lána breyst á undanförnum mánuðum. Hlutur lágvaxtagjaldmiðla á borð við svissneskan franka og japanskt jen hefur aukist. Slíkri lántöku fylgir bæði vaxta- og gjaldmiðlaáhætta. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar hefur hlutur gengistryggðra lána haldið áfram að aukast. Eftir því sem raungengi krónunnar víkur lengra frá jafnvægisgildi sínu aukast líkur á lækkun krónunnar til lengri tíma litið og því eykst áhættan af nýjum gengistryggðum lánum. Miðað við gengisþróun undanfarinna missera hefur greiðslubyrði gengistryggðra lána þó að öllum líkindum verið léttari en af verðtryggðum innlendum lánum, en það getur breyst á skömmum tíma. Enn virðist framboð lánsfjár mikið Enn sem komið er virðist lánsframboð vera nægt meðal annars vegna þess að í samkeppni bankanna við Íbúðalánasjóð hefur eftirspurn eftir íbúðalánum verið beint að gengistryggðum lánum. Þróun á erlendum lánsfjármörkuðum undanfarna þrjá mánuði bendir hins vegar til þess að tími nánast ótakmarkaðs ódýrs lánsfjár á erlendum lánsfjármörk- uðum sé liðinn. Íslensku bankarnir virðast betur í stakk búnir til að takast á við þrengingar en þegar vaxtaálag þeirra hækkaði í lok ársins 2005 og í byrjun árs 2006, en endurmat fjárfesta á áhættu á láns- fjármarkaði gæti eigi að síður leitt til minnkandi framboðs lánsfjár á næstunni. Útlánsvöxtur að mestu vegna gengistryggðra útlána Verulega hægði á vexti útlána lánakerfisins á fyrsta fjórðungi þessa árs, en á öðrum ársfjórðungi jókst hann á ný. Ársvöxturinn var enn gríðarlega mikill. Verulega dró úr vexti verðtryggðra útlána innláns- stofnana og hefur hann ekki verið minni, hvort heldur til heimila eða fyrirtækja, eftir innkomu bankanna á fasteignaveðlánamarkaðinn. Einnig hefur hægt á vexti yfirdráttarlána. Vöxturinn hefur því að mestu verið í gengistryggðum útlánum. Á komandi mánuðum mun skýrast hvort lánskjör bankanna erlendis versni varanlega og það leiði til þess að vextir lána í erlendum gjaldmiðlum hækki. Skuldabréfaútgáfa fyrirtækja hefur aukist og um leið áhrif peningastefnunnar Fyrirtæki hafa í auknum mæli beitt skuldabréfaútgáfu á innlend- um markaði til fjármögnunar á starfsemi sinni. Skuldabréfaútgáfa % Mynd III-7 Verðtryggðir vextir íbúðalána1 1. september 2004 - 21. október 2007 1. Vextir með uppgreiðsluálagi. Fyrir Íbúðalánasjóð er um að ræða vexti án uppgreiðsluálags fram til nóvember 2005. Heimildir: Íbúðalánasjóður, Seðlabanki Íslands. Kaupþing Glitnir Landsbanki Íbúðalánasjóður 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 2007200620052004 % Mynd III-8 Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa og útlánsvextir Íbúðalánasjóðs1 1. september 2004 - 21. október 2007 1. Vextir án uppgreiðsluálags. Heimildir: Íbúðalánasjóður, Seðlabanki Íslands. HFF150914 HFF150224 HFF150434 HFF150644 Íbúðalánasjóður 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 2007200620052004 Heimild: Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd III-9 Gengisbundin útlán innlánsstofnana til heimila og hlutfall þeirra af heildarútlánum Mánaðarlegar tölur janúar 1998 - ágúst 2007 Gengisbundin lán til heimila, samtals (v. ás) Hlutfall gengisbundinna lána heimila (h. ás) % 0 15 30 45 60 75 90 105 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.