Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 21
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
3
21
III Fjármálaleg skilyrði
Frá útgáfu Peningamála í byrjun júlí sl. hafa raunstýrivextir haldist háir.
Birting stýrivaxtaspár virðist hafa greitt fyrir miðlun peningastefnunnar
um vaxtarófið og eru væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta á
næstu misserum í betra samræmi við skilaboð Seðlabankans en áður.
Alþjóðleg fjármálaskilyrði hafa versnað í kjölfar erfiðleika á banda-
rískum húsnæðislánamarkaði. Vaxtakjör innlendra fjármálafyrirtækja
erlendis hafa versnað í kjölfar óróans þrátt fyrir lækkun stýrivaxta í
Bandaríkjunum og ávöxtunar langtímaskuldabréfa í Bandaríkjunum og
Evrópu. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa einnig versnað.
Heimilin hafa þó að nokkru leyti vikið sér undan hærri vöxtum verð-
tryggðra lána með aukinni lántöku í erlendum gjaldmiðlum, en vextir
á þeim gætu einnig hækkað á næstu misserum.
Sveiflur í raunstýrivöxtum samhliða óróa á fjármálamörkuðum
Miðað við liðna verðbólgu og verðbólguvæntingar fyrirtækja hafa
raunstýrivextir lækkað nokkuð frá útgáfu Peningamála í byrjun júlí
sl. Verðbólga hefur verið meiri en Seðlabankinn gerði ráð fyrir þá
og verðbólguvæntingar hækkuðu þegar gengi krónunnar lækkaði
í kjölfar óróa á fjármálamörkuðum víða um heim. Verðbólguálag
ríkis bréfa hefur hins vegar verið aðeins lægra að undanförnu en í júlí
eftir tímabundna hækkun í tengslum við óróann. Líklegt er að þessar
sveiflur endurspegli breytingar á áhættuþóknun óverðtryggðra verð-
bréfa umfram sambærileg verðtryggð bréf, ekki síður en endurmat á
verðbólguvæntingum fjárfesta. Að svo miklu leyti sem lækkun verð-
bólguálagsins endurspeglar minnkandi verðbólguvæntingar hafa raun-
stýrivextir á þennan mælikvarða því hækkað. Það sama á við ef miðað
er við verðbólguvæntingar heimila og sérfræðinga á fjármálamarkaði
eitt ár fram í tímann. Einstakir mælikvarðar á verðbólguvæntingar eru
hins vegar sveiflugjarnir og því erfitt að draga afdráttarlausar ályktanir
um verðbólguvæntingar til skamms tíma.
Greiningar- og markaðsaðilar spá stýrivöxtum háum lengur en áður
Aukið gagnsæi peningastefnunnar með birtingu eigin stýrivaxtaspár
virðist hafa greitt fyrir miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið. Frá
því að byrjað var að birta mat sérfræðinga bankans á líklegri þróun
stýrivaxta í mars sl. hafa væntingar markaðsaðila færst nær því sem
Seðlabankinn hefur talið líklegt, líkt og fjallað er um í rammagrein
III-2. Framvirkir vextir og spár flestra greiningaraðila benda til þess
að væntingar séu um að stýrivöxtum verði haldið háum lengur en
áður var talið og að þeir lækki mun hægar þegar líður á spátímann
en í stýrivaxtaspá Seðlabankans. Stafar það líklega fyrst og fremst af
væntingum þeirra um nýjar stórframkvæmdir, en bankinn hefur ekki
enn tekið þau áform inn í sína grunnspá.
Alþjóðleg fjármálaskilyrði hafa almennt versnað í kjölfar óróleika
á alþjóðlegum fjármálamörkuðum ...
Alþjóðleg fjármálaskilyrði hafa á heildina litið versnað í kjölfar erfið leika
á bandarískum húsnæðislánamarkaði. Skortur hefur verið á lausafé sem
seðlabankar víða um heim hafa leitast við að mæta. Bandaríski seðla-
Mynd III-1
Raunstýrivextir1
Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 30. október 2007
Raunstýrivextir m.v.:
verðbólgu
verðbólguálag ríkisskuldabréfa2
verðbólguálag ríkisskuldabréfa3
verðbólguvæntingar almennings
verðbólguvæntingar fyrirtækja
verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði
1. Stýrivöxtum hefur verið umbreytt í ávöxtun. 2. Verðbólguálag reiknað
út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 3. Verðbólguálag
reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólgu-
væntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við
verðbólgu eitt ár fram í tímann.
Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
%
0
2
4
6
8
10
12
14
‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98 ‘06 ‘07
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Mynd III-2
Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt
framvirkum vöxtum og stýrivaxtaspá
í PM 2007/2
Stýrivaxtaspá
PM 2007/2
Framvirkir vextir
26.6.2007
%
4
6
8
10
12
14
16
‘10200920082007
Framvirkir vextir
20.8.2007
Framvirkir vextir
15.10.2007