Peningamál - 01.11.2007, Page 28

Peningamál - 01.11.2007, Page 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 28 ust nær stýrivaxtaferli bankans. Þetta varð enn skýrara eftir birtingu stýrivaxtaferilsins í Peningamálum 2007/2 í júlí sl. Þá lýsti bankinn því yfi r að horfur væru á að vaxtalækkun seinkaði um hálft ár frá því sem gefi ð var til kynna í mars þar sem verðbólguhorfur höfðu heldur versnað. Væntingar markaðsaðila löguðust smám saman að end- urskoðuðum stýrivaxtaferli og urðu meira samstíga stýrivaxtaferli bankans út næsta ár.2 Þá fer smám saman að draga í sundur með vaxtaferli bankans og væntingum markaðsaðila. Það kemur ekki á óvart, enda meira svigrúm fyrir mismunandi mat á efnahagshorf- um eftir því sem horft er lengra fram í tímann. Líklegt er að í lang- tímavöxtum séu t.d. fólgnar spár um áframhaldandi uppbyggingu ál- og orkuvera, sem ekki var gert ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans í júlí. Slíkar framkvæmdir myndu óhjákvæmilega þýða hægari lækkun stýrivaxta en í grunnspá. Jafnframt er mögulegt að markaðsaðilar vænti þess að gengi krónunnar lækki umfram það sem bankinn gerir ráð fyrir, sem einnig myndi kalla á hærri vexti en í grunnspánni. ... og miðlunin yfir í aðra vexti hefur styrkst Upplýsingar í töfl u 1 virðast staðfesta að miðlun peningastefnunnar yfi r í aðra vexti hefur styrkst eftir að Seðlabankinn hóf að birta eig- in stýrivaxtaferil. Þótt peningastefnan sé einungis einn af mörgum þáttum sem hefur áhrif á markaðsvexti og almenna útlánsvexti virð- ist sem áhrif um allt nafn- og raunvaxtarófi ð séu nú meiri en áður. Eins og áður var nefnt lækkuðu langtímanafn- og raunvextir jafnvel á sama tíma og stýrivextir hækkuðu, en að undanförnu hafa bæði langtímanafn- og raunvextir hækkað þótt stýrivöxtum hafi verið haldið óbreyttum um nokkurt skeið. Þar gegna væntingar um háa stýrivexti á næstu misserum líklega lykilhlutverki þótt einnig skipti máli að breytingar alþjóðlegra fjármálaskilyrða hafa lagst á sömu sveif.3 2. Samsvarandi breyting hefur átt sér stað á væntingum greiningaraðila en bankinn kannar reglulega væntingar þeirra um þróun stýrivaxta og birtir í hverju hefti Peningamála. 3. Eins og sjá má hækkuðu langtíma nafn- og raunvextir töluvert í kjölfar Peningamála í júlí sl. þrátt fyrir að alþjóðlegir langtímavextir færu jafnvel lækkandi. Hins vegar hækkaði áhættuálag á innlendu bankana á móti. Tafl a I Vaxtabreytingar í kjölfar vaxtaákvarðana Seðlabankans (prósentur)1 PM 2006/1 PM 2006/2 PM 2006/3 PM 2007/13 PM 2007/2 Stýrivextir 0,75 0,75 0,00 0,00 0,00 3 mánaða millibankavíxlar 0,86 0,19 0,14 0,32 0,45 1 árs ríkisbréf (RIKB 08 0613) -0,03 -0,04 0,03 0,73 0,85 6 ára ríkisbréf (RIKB 13 0517) 0,74 -0,30 0,45 0,27 0,59 7 ára íbúðabréf (HFF 1509 14) -0,12 -0,05 0,09 -0,03 0,20 37 ára íbúðabréf (HFF 1506 44) 0,08 -0,05 0,03 0,04 0,22 Íbúðalánavextir viðskiptabanka2 0,22 0,04 0,00 0,00 0,50 Skuldatryggingar íslenskra viðskiptabanka 0,02 0,03 0,04 -0,06 0,19 3 mánaða millibankavíxlar á evrusvæðinu 0,05 0,14 0,07 0,10 0,13 10 ára ríkisskuldabréf á evrusvæðinu 0,19 -0,23 -0,04 0,12 -0,28 1. Breytingar frá einum degi fyrir vaxtaákvörðun og þar til mánuði síðar. Ástæðan fyrir því að ekki er horft lengra fram í tímann er að þá fara að koma inn áhrif vaxtaákvarðana milli útgáfu Peningamála. 2. Meðaltal lægstu vaxta á húsnæðislánum Glitnis, Kaupþings og Landsbanka. 3. Hafa verður í huga við túlkun miðlunaráhrifanna í kjölfar Peningamála 2007/1 að lækkun virðisaukaskatts í mars sl. varð til þess að lækka ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa tímabundið en það hindraði miðlun peningastefnunnar út í langtímaraunvexti og verðtryggð vaxtakjör tímabundið. Heimildir: Bloomberg, Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.