Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 26 fyrirtækja er um tvöfalt meiri í ár en í fyrra og virðist mikil eftirspurn eftir þessum bréfum. Kjör á þessari fjármögnun fyrirtækja taka mið af stýrivöxtum Seðlabankans og því gefur þessi þróun tilefni til að ætla að fjármögnun fyrirtækja verði í auknum mæli fyrir áhrifum af pen- ingalegu aðhaldi bankans. Yfirdráttarlán fyrirtækja hafa á hinn bóginn dregist saman og virðist sem þau sæki í auknum mæli í óverðtryggð lán til lengri tíma á nokkru lægri vöxtum. Mikill vöxtur peningamagns Ársvöxtur peningamagns hefur verið mikill að undanförnu og hefur vöxturinn verið hvað mestur í minnst bundnu flokkunum. Er það vegna vaxtar veltuinnlána, gjaldeyrisreikninga og almenns sparifjár. Þessi mikli vöxtur peningamagns gefur vísbendingu um mikið laust fé í umferð, en ástæður hans hafa ekki verið skýrðar að fullu. Í Peningamálum 2007/1 í mars sl. birti Seðlabanki Íslands í fyrsta skipti grunnspá sem byggðist á eigin stýrivaxtaspá, þ.e. stýrivaxtaferli sem sérfræðingar bankans töldu samrýmast verðbólgumarkmiðinu. Fylgdi bankinn þar fordæmi seðlabanka Nýja-Sjálands, Noregs og Svíþjóðar. Breytingin gafst vel. Áhrif á væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta virðast hafa efl st og þar með miðlun peningastefn- unnar út í langtímanafn- og raunvexti.1 Meginfarvegur peningastefnunnar er í gegnum áhrif á væntingar Undanfarinn áratug hafa fl estir seðlabankar aukið gagnsæi peninga- stefnu sinnar. Birting eigin stýrivaxtaferils er einn þáttur þessarar þróunar, þótt enn sem komið er hafi aðeins fáir seðlabankar gengið svo langt. Aukið gagnsæi endurspeglar þá skoðun sem nú er ríkjandi í seðlabönkum að peningastefnan sé því skilvirkari sem hún er kerfi s- bundnari og gagnsærri. Með þeim hætti hefur hún meiri áhrif á væntingar markaðsaðila og almennings en ella og slagkraftur hennar eykst. Langtímavextir skipta meira máli en stýrivextir fyrir útgjalda- ákvarðanir heimila og fyrirtækja. Þeir ráðast að miklu leyti af vænt- ingum um þróun stýrivaxta. Þegar verðbólga er yfi r markmiði eru það því ekki einungis háir stýrivextir í dag sem skipta máli við að ná verðbólgu niður á ný heldur einnig (og jafnvel fremur) væntingar um háa stýrivexti í framtíðinni. Þetta er mikilvægt þar sem lán með föstum vöxtum til langs tíma eru ríkjandi eins og reyndin er hér á landi. Við ákvörðun vaxta þurfa lánveitendur að leggja mat á líklega þróun vaxta á lánstímanum. Ef þess er vænst að skammtímavextir verði háir næstu misseri endurspeglast það í hærri vöxtum á lang- tímalánum. Birting stýrivaxtaferils eykur áhrif Seðlabankans á væntingar Með því að birta eigin stýrivaxtaferil getur Seðlabankinn efl t áhrif sín á væntingar markaðsaðila. Skilaboð um framtíðaráform bankans Rammagrein III-2 Áhrif birtingar stýrivaxtaferils á framvirka vexti og virkni peningastefnunnar 1. Ítarlega er fjallað um helstu rök með og á móti birtingu eigin stýrivaxtaferils og reynslu annarra landa fram til þessa í grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar (2007), ,,Birting eigin stýrivaxtaspár eykur áhrifamátt peningastefnu seðlabanka”, Peningamál 2007/1, bls. 71-86. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd III-10 Útlánaaukning lánakerfisins1 1. ársfj. 1997 - 2. ársfj. 2007 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 1. Vegna breytingar á lánaflokkun eru tölur frá og með þriðja árs- fjórðungi 2003 ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Seðlabanki Íslands. ‘07 Heimili Fyrirtæki Alls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.