Peningamál - 01.11.2007, Side 32

Peningamál - 01.11.2007, Side 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 32 næðisverðs. Húsnæðisuppsveifla síðustu ára hefur verið alþjóðleg og að líkindum drifin áfram af einstöku flatlendi í vaxtaumhverfi heimsins. Nú er landslagið að breytast í kjölfar samdráttar á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Húsnæðisverð er þegar farið að lækka í mörgum helstu borgum Bretlands, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Gott atvinnuástand og umtalsverðar launahækkanir styðja þó við íbúðaverð hér sem erlendis. Lánskjör eru hins vegar að versna og því virðist aðeins tímaspursmál hvenær skil verða einnig á íbúðamarkaðinum hér á landi. Aðlögunar er þörf en hún getur tekið á sig ýmsar myndir. Mikill fjöldi íbúða í byggingu eykur líkur á að verð þurfi að lækka, en þróunin í Bandaríkjunum bendir e.t.v. til þess að aðlögunin verði snörpust í nýbyggingum. Í spánni er gert ráð fyrir að íbúðaverð lækki að nafnvirði á næsta ári en lækkunin er nokkru minni á spátímabilinu en í síðustu spá, m.a. í ljósi erlendrar reynslu. Einkaneysla og húsnæðis- verð hafa fylgst náið að á undanförnum árum og gert er ráð fyrir að svo verði áfram (sjá mynd IV-4). Þótt hér að framan hafi verið lögð áhersla á að stýrivextir muni þegar öll kurl koma til grafar hafa áhrif á einkaneyslu og að fram- vinda síðustu ára sé ekki vitnisburður um hið gagnstæða er eftir sem áður ástæða til að ætla að áhrifi n séu lengur að koma fram og séu breytilegri en í fl estum öðrum löndum. Tvennt vegur þar þyngst. Í fyrsta lagi ber verulegur hluti skulda heimilanna fasta raunvexti til mjög langs tíma. Vegna þess að líftími íbúðabréfa sem Íbúðalána- sjóður gefur út til þess að fjármagna útlán til íbúðakaupa spann- ar nokkrar hagsveifl ur verða áhrif peningastefnunnar minni en á skammtímaverðbréf. Áhrifi n eru samt sem áður nokkur, eins og hækkun vaxta verðtryggðra langtímaskuldabréfa bendir líklega til, þótt erlend fjármálaskilyrði kunni einnig að hafa haft áhrif á ávöxt- unarkröfu verðtryggðra skuldabréfa. Því til viðbótar hafa skamm- tímavextir skjót áhrif á greiðslubyrði skammtímaskulda, þótt þær séu ekki stór hluti skulda heimila. Þegar dregur úr framboði lánsfjár til langs tíma fær þessi farvegur miðlunarinnar aukið vægi. Í öðru lagi má halda því fram að vegna þess að hækkun stýri- vaxta leiði til gengishækkunar krónunnar hafi hún jákvæð áhrif á efnahagsreikning og ráðstöfunartekjur heimilanna. Hlutfallslegt verð lag innfl uttrar varanlegrar neysluvöru lækkar tímabundið, en það hvetur til kaupa á bílum og annarri varanlegri neysluvöru, sem venjulega eru fjármögnuð með lánsfé. Gengislækkun hefur gagnstæð áhrif. Jákvæð áhrif á efnahagsreikning heimila verða því jákvæðari sem stærri hluti skuldar er gengis- eða vísitölutryggður. Þar sem áhrif vaxtahækkunar á gengi eru tímabundin eru áhrifi n á efnahagsreikn- inga það einnig. Þegar litið er til reynslu undanfarinna missera er rétt að athuga að til viðbótar við sterkt gengi krónunnar þá hafa hækkun eignaverðs og fyrrgreind áhrif þess á efnahagsreikning heimila og aðgengi þeirra að lánsfé einnig stutt við kaup varanlegrar neysluvöru fyrir lánsfé. Hve þungt þessi gagnverkandi gengisáhrif á efnahagsreikning heimil anna vega ræðst nokkuð af áhrifum hás gengis á væntingar heimil anna. Vænti heimilin þess að gengisbreytingar gangi til baka með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu og þar með skuldir og ráð- stöfunartekjur ætti slíkt að fæla skynsama einstaklinga frá lántöku. Væntingar einstaklinga eru hins vegar hvikular. Gæti ákveðinnar hjarðhegðunar gæti þetta ferli aðlögunar brugðist. Peningastefnan getur lagt sitt lóð á vogarskálarnar og aukið áhrif á væntingar al- mennings með gagnsærri framsetningu. Í því skyni hefur Seðlabank- inn aukið verulega gagnsæi við framkvæmd peningastefnunnar. 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Þróun fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 2000-20101 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.