Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 13 ætíð lagt áherslu á að seðlabankar eigi ekki að fylgja reglunni í blindni heldur nota hana sem viðmið við eigin stefnumörkun. Í saman burði við raunverulegar vaxtaákvarðanir skiptir einnig sköpum að tekið sé tillit til þess að seðlabankar byggja vaxtaákvarðanir sínar á ófullkomn- um gögnum og óvissum spám um framvindu efnahagsmála næstu misserin. Veruleg óvissa er um framleiðsluspennu og jafnvægis vexti enda hvorug stærðin beint mælanleg og verður að meta þær út frá öðrum gögnum. Stýrivextir hefðu verið hærri fram á mitt ár 2004 samkvæmt Taylor-reglu en mjög áþekkir vöxtum í reynd eftir það Mynd 1 sýnir æskilega þróun stýrivaxta Seðlabankans samkvæmt Taylor-reglu frá árinu 2001 þar sem byggt er á mati bankans á fram- leiðsluspennu sem notast var við í tengslum við vaxtaákvörðun hverju sinni. Ljóst er að ef bankinn hefði fylgt einfaldri Taylor-reglu hefðu stýrivextir verið umtalsvert hærri frá upptöku verðbólgumarkmiðsins og fram á mitt ár 2004 en þeir voru í reynd. Verðbólguþróunin á ár- unum 2001-2002 staðfestir að aðhald peningastefnunnar var of lítið á þeim árum. Frá miðbiki ársins 2004 og til loka þessa árs er þróun stýrivaxta samkvæmt Taylor-reglu hins vegar mjög áþekk þeirri sem fylgt var í reynd. Aðhald peningastefnu Seðlabankans undanfarin 3½ ár hefur því verið álíka mikið og ætla mætti að aðrir seðlabankar hefðu viðhaft í svipaðri stöðu, þótt stundum mætti ætla annað út frá almennri umræðu. Ef mat á framleiðsluspennu hefði verið byggt á gögnum sem nú liggja fyrir hefði Taylor-regla leitt til hærri stýrivaxta en mat byggt á samtímagögnum Mat á framleiðsluspennu/-slaka breytist jafnan verulega eftir því sem haldbetri upplýsingar úr þjóðhagsreikningum berast. Mat á framleiðsluspennu undanfarinna fjögurra ára hefur jafnan hækkað frá því sem sérfræðingar Seðlabankans mátu á árinu sjálfu (sjá mynd 2), enda er hagvöxtur undanfarinna ára nú talinn hafa verið töluvert meiri en hann var upphafl ega áætlaður. Enn er veruleg óvissa um framleiðsluspennu í ár og á síðasta ári. Mynd 3 sýnir stýrivaxtaþróun samkvæmt Taylor-reglu út frá endurskoðuðu mati á framleiðslu- spennu sem byggist á nýjustu gögnum. Stýrivaxtaþróun hefur að mestu leyti verið í samræmi við Taylor-reglu frá miðju ári 2004 sam- kvæmt gögnum sem nú liggja fyrir. Í ljósi nýjustu gagna, sem fela í sér meiri framleiðsluspennu í fyrra en áður var talið, virðast stýrivextir þó hafa misst nokkuð af lestinni árið 2006 (sjá mynd 4). Samkvæmt reglunni eiga stýrivextir á fjórða ársfjórðungi í ár að vera á bilinu 12½-14¾%. Miðað við þennan mælikvarða eru þeir því á réttum slóðum. Þar með er ekki sagt að það verði einnig niðurstaðan þegar horft verður um öxl að nokkrum árum liðnum. Mynd 4 Mismunur á vaxtaþróun samkvæmt Taylor-reglum með endurskoðuðu og rauntímamati á framleiðsluspennu Heimild: Seðlabanki Íslands. Prósentur -0,6 -0,4 -0,2 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 2007200620052004200320022001 Mynd 3 Stýrivextir í reynd og m.v. Taylor-reglu með endurskoðuðu mati á framleiðsluspennu1 Stýrivextir í reynd Taylor-regla (grunnferill) 4 6 8 10 12 14 16 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 1. Grunnferill: R(t) = aR(t-1) + (1-a)[(R* + P*) + b(P(t) - P*) + cG(t)], þar sem R eru stýrivextir, P er verðbólga og G er framleiðsluspenna. R* (hlutlausir raunvextir) = 3,5%, P* (verðbólgumarkmið) = 2,5%, a = 0,7, b = 1,5 og c = 0,5. Bilið sýnir mismunandi útkomu útfærslna á Taylor- reglunni m.v. mismunandi gildi R* (3-4%), b (1,5-2,5) og c (0,2-1,0). Heimild: Seðlabanki Íslands. %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.