Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 13
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
3
13
ætíð lagt áherslu á að seðlabankar eigi ekki að fylgja reglunni í blindni
heldur nota hana sem viðmið við eigin stefnumörkun. Í saman burði
við raunverulegar vaxtaákvarðanir skiptir einnig sköpum að tekið sé
tillit til þess að seðlabankar byggja vaxtaákvarðanir sínar á ófullkomn-
um gögnum og óvissum spám um framvindu efnahagsmála næstu
misserin. Veruleg óvissa er um framleiðsluspennu og jafnvægis vexti
enda hvorug stærðin beint mælanleg og verður að meta þær út frá
öðrum gögnum.
Stýrivextir hefðu verið hærri fram á mitt ár 2004 samkvæmt
Taylor-reglu en mjög áþekkir vöxtum í reynd eftir það
Mynd 1 sýnir æskilega þróun stýrivaxta Seðlabankans samkvæmt
Taylor-reglu frá árinu 2001 þar sem byggt er á mati bankans á fram-
leiðsluspennu sem notast var við í tengslum við vaxtaákvörðun hverju
sinni. Ljóst er að ef bankinn hefði fylgt einfaldri Taylor-reglu hefðu
stýrivextir verið umtalsvert hærri frá upptöku verðbólgumarkmiðsins
og fram á mitt ár 2004 en þeir voru í reynd. Verðbólguþróunin á ár-
unum 2001-2002 staðfestir að aðhald peningastefnunnar var of lítið
á þeim árum. Frá miðbiki ársins 2004 og til loka þessa árs er þróun
stýrivaxta samkvæmt Taylor-reglu hins vegar mjög áþekk þeirri sem
fylgt var í reynd. Aðhald peningastefnu Seðlabankans undanfarin
3½ ár hefur því verið álíka mikið og ætla mætti að aðrir seðlabankar
hefðu viðhaft í svipaðri stöðu, þótt stundum mætti ætla annað út frá
almennri umræðu.
Ef mat á framleiðsluspennu hefði verið byggt á gögnum
sem nú liggja fyrir hefði Taylor-regla leitt til hærri stýrivaxta
en mat byggt á samtímagögnum
Mat á framleiðsluspennu/-slaka breytist jafnan verulega eftir því
sem haldbetri upplýsingar úr þjóðhagsreikningum berast. Mat á
framleiðsluspennu undanfarinna fjögurra ára hefur jafnan hækkað
frá því sem sérfræðingar Seðlabankans mátu á árinu sjálfu (sjá mynd
2), enda er hagvöxtur undanfarinna ára nú talinn hafa verið töluvert
meiri en hann var upphafl ega áætlaður. Enn er veruleg óvissa um
framleiðsluspennu í ár og á síðasta ári. Mynd 3 sýnir stýrivaxtaþróun
samkvæmt Taylor-reglu út frá endurskoðuðu mati á framleiðslu-
spennu sem byggist á nýjustu gögnum. Stýrivaxtaþróun hefur að
mestu leyti verið í samræmi við Taylor-reglu frá miðju ári 2004 sam-
kvæmt gögnum sem nú liggja fyrir. Í ljósi nýjustu gagna, sem fela í
sér meiri framleiðsluspennu í fyrra en áður var talið, virðast stýrivextir
þó hafa misst nokkuð af lestinni árið 2006 (sjá mynd 4). Samkvæmt
reglunni eiga stýrivextir á fjórða ársfjórðungi í ár að vera á bilinu
12½-14¾%. Miðað við þennan mælikvarða eru þeir því á réttum
slóðum. Þar með er ekki sagt að það verði einnig niðurstaðan þegar
horft verður um öxl að nokkrum árum liðnum.
Mynd 4
Mismunur á vaxtaþróun samkvæmt
Taylor-reglum með endurskoðuðu og
rauntímamati á framleiðsluspennu
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Prósentur
-0,6
-0,4
-0,2
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
2007200620052004200320022001
Mynd 3
Stýrivextir í reynd og m.v. Taylor-reglu með
endurskoðuðu mati á framleiðsluspennu1
Stýrivextir í reynd
Taylor-regla (grunnferill)
4
6
8
10
12
14
16
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
1. Grunnferill: R(t) = aR(t-1) + (1-a)[(R* + P*) + b(P(t) - P*) + cG(t)],
þar sem R eru stýrivextir, P er verðbólga og G er framleiðsluspenna. R*
(hlutlausir raunvextir) = 3,5%, P* (verðbólgumarkmið) = 2,5%, a = 0,7,
b = 1,5 og c = 0,5. Bilið sýnir mismunandi útkomu útfærslna á Taylor-
reglunni m.v. mismunandi gildi R* (3-4%), b (1,5-2,5) og c (0,2-1,0).
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%