Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 37

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 37 Þrátt fyrir öran vöxt framleiðslugetu undanfarin ár hefur hún ekki haldið í við vöxt innlendrar eftirspurnar ... Samkvæmt mati Seðlabankans hefur framleiðslugeta hagkerfisins vaxið ört á undanförnum árum.3 Framleiðslugeta ákvarðast af framleiðni og nýtingu framleiðsluþátta og endurspeglar aukin framleiðslugeta undan- farið m.a. fjölgun stóriðju- og orkuvera, uppbyggingu fjármálakerfisins og aukna framleiðni vinnuafls. Framleiðslugetu er ekki hægt að mæla beint og er mat á henni því háð viðbótaróvissu, þ.e.a.s. umfram óvissu um mældar stærðir sem matið byggist á. Kerfisbreytingar undangeng- inna ára og verulegur innflutningur erlends vinnuafls auka óvissu við slíkt mat. Mat Seðlabankans á fjármagnsstofninum, þátttöku erlends vinnuafls, heildarþáttaframleiðni og framleiðni vinnuafls hefur t.d. hækkað eftir því sem bankinn hefur fengið betri upplýsingar. ... og framleiðsluspenna hefur myndast sem hjaðnar hratt og hverfur um mitt næsta ár Þrátt fyrir að framleiðslugetan hafi aukist hratt á undanförnum árum hefur innlend eftirspurn vaxið enn örar. Framleiðsluspenna hefur myndast og stuðlað að verðbólgu. Samkvæmt mati Seðlabankans myndaðist framleiðsluspenna á árinu 2004 eftir skammvinnan slaka og náði hámarki ári seinna í um 4½% af framleiðslugetu. Spennan hefur hjaðnað nokkuð síðan þá og er áætlað að hún verði u.þ.b. 2% í ár. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að framleiðsluspenna hjaðni nokkuð ört á næstu misserum, hverfi um mitt næsta ár og að slaki myndist eftir það. Slakinn nær hámarki í rúmlega 4% á fyrri hluta ársins 2010 en eftir það fer að draga úr honum. Vegna mikillar óvissu um mat á framleiðsluspennu er mikilvægt að horfa einnig til hagvísa af vinnu-, vöru- og fjármálamörkuðum, sem geta gefið vísbendingar um jafnvægið á milli framboðs og eftirspurnar. Í síðustu Peningamálum var lögð áhersla á að meiri verðbólga en spáð var og mikill vöxtur atvinnu bentu e.t.v. til meiri framleiðsluspennu en fælist í fyrstu áætlunum Hagstofunnar um hagvöxt í fyrra. Enn benda ýmsir hagvísar til þess að framleiðsluspenna kunni að vera vanmetin sakir meiri undirliggjandi vaxtar eftirspurnar á yfirstandandi ári en ráða má af fyrstu áætlunum þjóðhagsreikninga. Komi það á daginn gæti hjöðnun framleiðsluspennu orðið hægari en hér er gert ráð fyrir (sjá nánar í rammagrein IX-1). 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Hagvöxtur 1990-20101 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-11 Framleiðsluspenna 1990-20101 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 3. Framleiðslugeta hagkerfi sins er það framleiðslustig sem samrýmist fullri nýtingu fram- leiðsluþátta við skilyrði stöðugrar verðbólgu. Framleiðsluspenna er mismunur vergrar landsframleiðslu og framleiðslugetu, mældur sem hlutfall af framleiðslugetunni. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta framleiðslugetu, en ekki er samstaða um hvaða aðferð sé heppilegust. Sjá t.d. Frederic S. Mishkin (2007). „Estimating potential output”, ræða fl utt á ráðstefnu Seðlabankans í Dallas Price Measurement for Monetary Policy, 24. maí 2007. Mat Seðlabankans á framleiðslugetu byggist á svokallaðri framleiðslufalls- aðferð þar sem getan er metin út frá ýmsum útfærslum af Cobb-Douglas framleiðslufalli með fastri stærðarhagkvæmni (sjá nánari umfjöllun í rammagrein IV-3 á bls. 29-30 í Peningamálum 2006/1).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.