Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 60

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 60
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 60 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM Viðauki 2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármála- markaði á horfum í efnahagsmálum Fyrir hverja útgáfu Peningamála kannar Seðlabankinn mat sérfræð- inga á horfum í efnahagsmálum. Könnunin var gerð um miðjan októ- ber og voru þátttakendur Askar Capital hf. og greiningardeildir Glitnis hf., Kaupþings hf. og Landsbanka Íslands hf. Helstu breytingar frá spá sömu aðila í júní sl. eru að þeir spá heldur meiri verðbólgu og hærri stýrivöxtum á spátímanum. Einnig búast þeir við meiri hagvexti á þessu ári en heldur minni á næstu tveimur árum. Meiri verðbólga á þessu og næsta ári Verðbólguhorfur á spátímanum hafa versnað frá því í sumar. Nú þeg- ar langt er liðið á árið spá sérfræðingarnir að verðbólga verði tæp 5% milli ársmeðaltala 2006 og 2007, ½ prósentu meiri en í síðustu könnun. Þeir reikna að meðaltali með 4,2% verðbólgu milli ársmeðal- tala 2007 og 2008, líkt og í grunnspá Seðlabankans. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á árinu 2009 og að verðbólga milli ársmeðaltala verði 2,7%. Meðalspá sérfræðing- anna hljóðar upp á 3,2% verðbólgu árið 2009 og 2,8% verðbólgu árið 2010. Í grunnspá Seðlabankans er verðbólgan við markmið bankans árið 2010. Þess ber að gæta að í grunnspánni er peningastefnan mun aðhaldssamari á næsta ári en í spám sérfræðinganna. Einn svarenda telur þó að verðbólgumarkmiðið náist á næsta ári vegna töluverðrar lækkunar fasteignaverðs. Aukinn hagvöxtur á spátímanum Sérfræðingarnir spá að meðaltali 2,2% hagvexti á þessu ári sem er nokkur hækkun frá því í sumar. Á næstu tveimur árum gera þeir ráð fyrir að árlegur hagvöxtur verði rúmlega 2½% og aukist í rúm 3% árið 2010. Athygli vekur að ofangreind verðbólguhjöðnun á spátímanum eigi að eiga sér stað án aðlögunar þjóðarbúskaparins. Þessar hagvaxtar- horfur eru töluvert frábrugðnar grunnspá Seðlabankans. Spáð er tæp- lega 1% hagvexti á þessu ári og ½% á því næsta. Á árinu 2009 er síð- an búist við 2% samdrætti. Spáð er að hagvöxtur aukist á ný árið 2010 og nemi tæpum 2½%. Reyndar eru sérfræðingarnir nokkuð ósammála um horfur fyrir árið 2009 og liggja svörin á bilinu 1,5-4%. Einnig er rétt að hafa í huga að ólíkt Seðlabankanum gera sérfræðingarnir ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum í sínum spám. Sérfræðingarnir spá tiltölulega sterkri krónu út spátímann Mikið fl ökt hefur verið á gengi krónunnar undanfarna mánuði vegna óróa á fjármálamörkuðum. Sérfræðingarnir eru sammála um að gengi krónunnar lækki nokkuð á næsta ári og spá því að gengisvísitalan verði að meðaltali tæplega 125 stig að ári liðnu. Flestir reikna með að gengi krónunnar hækki á ný þegar líður á spátímann og haldist tiltölulega sterkt út tímabilið. Að meðaltali spá þeir að gengisvísitalan verði 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.