Peningamál - 01.11.2007, Page 48

Peningamál - 01.11.2007, Page 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 48 viðbótarhækkunar sumarið 2006 og almenns launaskriðs. Um leið hefur vinnandi fólki fjölgað hröðum skrefum og vinnustundum enn meira (sjá kafla VI). Skattalækkanir síðustu ára, bæði tekju- og neyslu- skatta, hafa síðan bætt enn frekar í ráðstöfunartekjurnar. Hingað til hefur þessi mikli vöxtur ráðstöfunartekna vegið þyngra en nokkru lak- ari fjármálaleg skilyrði heimila. Viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti íbúðaveðlána verulega en Íbúðalánasjóður mun minna (sjá nánar í kafla III). Vaxtahækkunin ætti að draga úr verðhækkunum húsnæðis er fram líða stundir, en þess sjást þó enn lítil merki. Heimilin hafa í vaxandi mæli tekið gengisbundin lán á lágum vöxtum, en það dregur úr áhrifum hækkunar vaxta verðtryggðra útlána. Hækkun innlends kostnaðar og sterk eftirspurn skapa aukinn þrýsting á þjónustuverðbólgu Verðlag þjónustu einkaaðila (almennrar þjónustu) hefur hækkað nokk- uð frá síðustu útgáfu Peningamála og gætir verðhækkana í flestum undirliðum. Tólf mánaða verðhækkun þjónustuliðarins hefur þó lítið breyst, enda gætir enn áhrifa virðisaukaskattslækkunar á þjónustu. Innlendar kostnaðarhækkanir, t.d. launahækkanir, og mikill vöxtur inn- lendrar eftirspurnar gefa hins vegar líklega tilefni til meiri hækkunar verðlags þjónustu, þótt á móti hafi gengisþróunin verið hagstæð. Því er hætta á að verðlag þjónustu láti undan auknum þrýstingi lækki gengi krónunnar. Niðurstöður könnunar meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem gerð var í september sl. sýna vaxandi verðbólguþrýsting, einkum meðal þjónustufyrirtækja. Forsvarsmenn vaxandi meirihluta fyrirtækja búast við verðhækkun aðfanga á næstu sex mánuðum eða 80% samanborið við 68% í febrúar. Að meðaltali eiga þeir von á að verðhækkunin nemi rúmlega 4%. Mikill meirihluti fyrirtækja hyggst hækka verð á næstu sex mánuðum Jafnframt sýnir könnunin að fyrirtækin reikna með að velta þessum kostnaðarauka út í verðlag. Töldu u.þ.b. 70% forsvarsmanna fyrir- tækja að verð á vörum og þjónustu þeirra myndi hækka á næstu sex mánuðum. Að meðaltali reiknuðu stjórnendur með 3,3% verðhækk- un. Hjá þjónustugreinum var hlutfallið enn hærra en hjá öðrum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við gögn um virðisaukaskattsveltu sem sýna að velta í þjónustugreinum hefur aukist gríðarlega undanfarið ár. Þegar sambærileg könnun var gerð í febrúar gerðu 43% forsvars- manna fyrirtækja ráð fyrir verðhækkun. Vöruverð hefur hækkað nokkuð vegna hækkunar hrávöruverðs og gengislækkunar krónunnar í sumar Gengishækkun krónunnar framan af ári dró úr verðbólguþrýstingi án þess þó að leiða til mikillar verðlækkunar innfluttrar vöru. Síðastliðna tólf mánuði hefur verð innfluttrar vöru aðeins hækkað um tæplega 1%, en lækkun óbeinna skatta í mars sl. vegur þar þungt. Hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði (sjá rammagrein II-1) hefur að nokkru leyti vegið upp gengisáhrifin. Verðlag innfluttrar mat- og drykkjarvöru aðlagaðist skjótt gengislækkun krónunnar í sumar og hækkaði um 80 90 100 110 120 130 140 Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning ‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 Mars 1997 = 100 Mynd VIII-4 Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar vöru mars 1997 - október 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. Nýjar bifreiðar og varahlutir Dagvara Mynd VIII-5 Mat fyrirtækja á eigin verðbreytingum næstu sex mánuði Heimild: Capacent Gallup. % 0 20 40 60 80 100 2007200620052004 Hækka Lækka Standa í stað -10 -5 0 5 10 15 2007200620052004200320022001 Mynd VIII-6 Vöruverð janúar 2001 - október 2007 Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Dagvara

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.