Peningamál - 15.05.2013, Page 4

Peningamál - 15.05.2013, Page 4
P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 2 4 kjarasamningar og launaþróun séu í samræmi við verðbólgumarkmiðið. Áður en afgerandi skref eru stigin varðandi losun hafta á almennt fjár- magnsútstreymi verður nauðsynlegt að endurmeta þessa stefnu og hið sama á við ef teknar yrðu ákvarðanir er varða umgjörð peningastefn- unnar. Þótt heldur hafi hægt á efnahagsbatanum um sinn heldur slak- inn í þjóðarbúskapnum áfram að minnka. Laust taumhald peninga- stefnunnar hefur á undanförnum misserum stutt við efnahagsbatann. Áfram gildir að eftir því sem slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum er nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hverfi einnig. Að hve miklu leyti aðlögunin á sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar, sem ræðst að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar. Auk þess þarf peningastefnan hverju sinni að taka mið af stefnunni í opinberum fjármálum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.