Peningamál - 15.05.2013, Síða 12
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
12
vegna óhagstæðra grunnáhrifa frá því í fyrra og verði 3,7% á síðasta
fjórðungi ársins. Spáð er að verðbólga verði við verðbólgumarkmið
Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs, sem er aðeins fyrr en gert var ráð
fyrir í febrúar. Skýrir hærra gengi krónunnar að mestu heldur hagstæð-
ari verðbólguhorfur en gert var ráð fyrir í febrúarspánni en einnig er
útlit fyrir heldur minni efnahagsumsvif á spátímanum en þá var spáð.
Á móti vegur að verðbólguvæntingar eru enn umfram markmið og
launaþrýstingur af vinnumarkaði meiri en áður var spáð, vegna meiri
launahækkana í sögulegum tölum og útlits fyrir hægari framleiðnivexti
á spátímabilinu. Nánar er fjallað um alþjóðlega verðlagsþróun í kafla II
og um þróun innlendrar verðbólgu og verðbólguvæntinga í kafla VIII.
Helstu óvissuþættir
Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála
næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra
umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og um áhrif þeirrar þróunar á hann.
Spáin byggist einnig á mati á virkni einstakra markaða og því hvernig
peningastefnan miðlast út í efnahagslífið. Um alla þessa þætti ríkir
óvissa og horfur um þróun efnahagsmála, hvort sem er innanlands
eða alþjóðlega, geta auðveldlega breyst frá því sem gert er ráð fyrir í
grunnspánni. Hér á eftir eru taldir upp nokkrir mikilvægir óvissuþættir
í grunnspánni.
Alþjóðleg efnahagsþróun
Samkvæmt grunnspánni tekst að ná tökum á skulda- og bankakrepp-
unni á evrusvæðinu þannig að samdrátturinn snýst í hægan bata á
seinni hluta ársins og heimsbúskapurinn nær sér smám saman á strik á
ný, þótt gert sé ráð fyrir fremur hægum alþjóðlegum hagvexti næstu
misserin. Þótt líkur á stórfelldum áföllum, eins og upplausn evrusvæð-
isins og snarauknu aðhaldi í opinberum fjármálum í Bandaríkjunum,
hafi minnkað umtalsvert og dregið hafi úr hættu á alþjóðlegum efna-
hagssamdrætti (sjá mynd I-20), er óvissa um alþjóðlegar efnahags-
horfur mikil. Það á einkum við um hagvaxtarhorfur á helstu útflutn-
ingsmörkuðum Íslands. Óhagstæðari þróun þar gæti grafið undan
vexti útflutnings hér á landi, rýrt viðskiptakjör þjóðarbúsins enn frekar
og hindrað aðgang að erlendum lánsfjármörkuðum. Efnahagsbatinn
hér á landi gæti þá orðið hægari en samkvæmt grunnspánni.
Gengi krónunnar
Alla jafna hefur reynst mjög erfitt að spá fyrir um gengi krónunnar.
Óvissa er um hvernig aðgangur innlendra aðila að erlendum lánsfjár-
mörkuðum þróast á næstunni og varðandi þróun alþjóðlegra efna-
hagsmála sem hefur mikil áhrif á útflutningstekjur þjóðarinnar. Litið
lengra fram er óvissa um tímasetningar losunar fjármagnshaftanna
og uppgjörs búa fallinna fjármálafyrirtækja og áhrif þessara þátta á
gengisþróunina. Við slíkar aðstæður eru spár um gengi krónunnar
háðar jafnvel meiri óvissu en venjulega. Því er í grunnspánni byggt
á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldist svipað út spátímann
frá því sem það er þegar spágerð lýkur. Eins og reynslan sýnir, geta
þessar horfur hæglega breyst á skömmum tíma (sjá mynd I-21).
Gengishorfurnar eru því mjög óvissar og líklegt að þar muni vegast
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-19
Verðbólga - samanburður við PM 2013/1
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2013/2
PM 2013/1
Verðbólgumarkmið
0
1
2
3
4
5
6
7
8
‘16201520142013201220112010
1. Mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á líkum á því að heimshagvöxtur
verði undir 2% (sem samsvarar samdrætti í iðnríkjum og mjög
hægum hagvexti í nýmarkaðsríkjum).
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, World Economic Outlook
(WEO), mismunandi útgáfur.
Mynd I-20
Líkur á alþjóðlegum efnahagssamdrætti 2013
samkvæmt spám Alþjóðagjaldeyrissjóðsins1
Líkur (%)
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
WEO apríl 2013WEO okt. 2012WEO apríl 2012