Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 15

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 15 Í byrjun árs 2011 höfðu veðlánavextir Seðlabanka Íslands lækkað um tæplega 14 prósentur í 4,25% frá því að þeir voru hæstir í lok árs 2008. Þeir hafa síðan hækkað aftur í 6% en virkir vextir bankans, þ.e. þeir vextir sem mestu skipta fyrir þróun markaðsvaxta nú um stundir, eru heldur lægri eða um 5,4% og hafa lækkað úr 15% og er þá miðað við meðaltal vaxta á innlánsreikningum fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum og á 28 daga innstæðubréfum.1 Þrátt fyrir þessa miklu lækkun vaxta Seðlabankans eru vextirnir enn nokkru hærri en meðal helstu viðskiptalanda. Eins og sjá má á mynd 1 eru seðlabankavextir í öðrum iðnríkjum nú á bilinu 0,125- 1,5% og hafa ekki hækkað í neinu þeirra síðan um mitt ár 2011 er þeir tóku að hækka á ný hér á landi. Í þessari rammagrein er leitast við að skýra af hverju seðlabankavextir eru ekki eins lágir hér á landi og í nágrannaríkjunum.2 Vextir eru hærri hér á landi en í öðrum iðnríkjum vegna þrálátari verðbólgu og verðbólguvæntinga ... Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar og efnahagskreppunnar sem fylgdi henni hefur verðbólga haldist lítil meðal flestra iðnríkja. Mæld verðbólga hefur þó stundum aukist nokkuð í kjölfar hækkunar hrá- vöru- og olíuverðs en undirliggjandi verðbólga hefur haldist mjög lít- il. Þetta sést vel á myndum 2 og 3 sem sýna annars vegar verðbólgu út frá vísitölu neysluverðs og hins vegar kjarnaverðbólgu þar sem horft er fram hjá sveiflukenndum liðum og liðum sem endurspegla framboðsáhrif (eins og olíuverð og áhrif óbeinna skatta). Frá upphafi árs 2009 hefur ársbreyting verðlags sveiflast frá 1½% verðhjöðnun upp í 3½% verðbólgu í meginþorra ríkjanna. Miðað við miðgildi ríkjahópsins er mæld verðbólga u.þ.b. 1% um þessar mundir en árs- breyting verðlags hefur sveiflast frá 1% verðhjöðnun upp í 3% verð- bólgu. Kjarnaverðbólga hefur hins vegar sveiflast innan mun þrengra bils eða á bilinu ½-2% í flestum ríkjanna. Þróunin hér á landi hefur hins vegar verið með öðrum hætti meginhluta tímabilsins. Ólíkt því sem gerðist í öðrum iðnríkjum, jókst verðbólga mikið hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar vegna verulegrar lækkunar á gengi krónunnar og náði hún hámarki í tæp- lega 19% í ársbyrjun 2009. Hún minnkaði síðan jafnt og þétt og var komin í tæplega 2% í ársbyrjun 2011 miðað við vísitölu neysluverðs og í 1% miðað við kjarnaverðbólgu (út frá fastskattakjarnavísitölu 3, þ.e. vísitölu neysluverðs án áhrifa sveiflukenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu, raunvaxtakostnaðar húsnæðislána og óbeinna skatta). Verðbólga jókst síðan aftur í kjölfar mjög ríflegra launahækkana í tengslum við almenna kjarasamninga sumarið 2011 og var í lok árs 2012 um 4% miðað við vísitölu neysluverðs en 4½% miðað við kjarnaverðbólgu. Rammagrein I-1 Af hverju eru seðlabankavextir hærri hér á landi en í öðrum iðnríkjum? 1. Það að virkir vextir bankans endurspegla fremur vexti á innlánsformum Seðlabankans ræðst af því að lausafjárstaða fjármálakerfisins hefur verið mjög rúm í kjölfar fjár- málakreppunnar og eftirspurn eftir veðlánum Seðlabankans því mjög takmörkuð. Þessu var öfugt farið fyrir fjármálakreppuna þegar fjármálakerfið bjó við viðvarandi lausafjár- skort. Algengara er að fjármálakerfi búi við slíkan skort og því endurspegli útlánsvextir seðlabanka virka vexti þeirra. Það er þó ekki einhlítt. Þannig er t.d. lausafjárstaða norska fjármálakerfisins viðvarandi rúm og virkir vextir norska seðlabankans því innlánsvextir. 2. Samanburðurinn á mynd 1 og á öðrum myndum af öðrum iðnríkjum í þessari ramma- grein sýnir seðlabankavexti í Bandaríkjunum, Bretlandi, á evrusvæðinu, í Kanada, Japan, Noregi, Sviss og Svíþjóð. Sýnt er miðgildi vaxta og bil hæstu og lægstu vaxta í samanburðarhópnum. Einnig er sýnt bilið milli fyrsta og þriðja fjórðungs, þ.e. bil 75% landanna í kringum miðgildi. Danmörku er sleppt úr samanburðinum þar sem vextir danska seðlabankans fylgja í meginatriðum vöxtum Seðlabanka Evrópu vegna fastgengisstefnu þeirra fyrrnefndu. Til að skerpa enn frekar samanburðinn milli Íslands og annarra iðnríkja er Ástralíu og Nýja-Sjálandi einnig sleppt þar sem þau lönd hafa sloppið betur frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og því hafa vextir þar verið nokkru nær því sem hefur verið hér á landi. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. % Mynd 1 Seðlabankavextir á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum 2009-2012 Ísland (veðlánavextir) Ísland (meðaltal innlánsvaxta og vaxta innstæðubréfa) Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2009 2010 2011 2012 Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 2 Verðbólga á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum 2009-2012 Verðbólga á Íslandi Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs -5 0 5 10 15 20 2009 2010 2011 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.