Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 16

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 16 Verðbólga hefur því verið töluvert meiri hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar en í öðrum iðnríkjum, ef frá er talið stutt tíma- bil frá lokum árs 2010 og fram á mitt ár 2011. Þessu til viðbótar hafa langtímaverðbólguvæntingar verið talsvert hærri hér á landi en í öðrum iðnríkjum. Eins og sést á mynd 4 hafa væntingar um verðbólgu eftir 5-10 ár verið á bilinu 4-5% á meginhluta tímabilsins en hafa verið um 2% í öðrum iðnríkjum.3 Verðbólguvæntingar hér á landi hafa því verið um 2 prósentum fyrir ofan verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands en við markmið í öðrum iðnríkjum, þrátt fyrir að mæld verðbólga þar hafi tímabundið verið fyrir ofan markmiðið.4 Það að langtímaverðbólguvæntingar séu viðvarandi hærri hér á landi en í nágrannaríkjunum er mikilvæg skýring þess að verðbólga hefur einnig reynst þrálátari hér. Búist launafólk t.d. við því að verð- bólga verði viðvarandi um 4-5% næsta áratug, er líklegt að það muni krefjast launahækkana sem eru í samræmi við þær væntingar. Launahækkanir umfram getu fyrirtækja hafa síðan í för með sér að fyrirtækin velta launahækkununum út í verðlag en það viðheldur verðbólgunni. Fyrirtækin eru sömuleiðis tilbúin til að samþykkja slíkar launahækkanir þar sem þau búast við að geta hækkað verð af- urða sinna í takt við hækkun almenns verðlags. Væntingar um meiri verðbólgu hér en í nágrannaríkjunum fela einnig í sér væntingar um að gengi krónunnar muni veikjast til lengri tíma gagnvart öðrum gjaldmiðlum sem aftur hefur í för með sér meiri verðbólgu en ella.5 Háar langtímaverðbólguvæntingar geta því einnig haft í för með sér að mikil verðbólga festist í sessi vegna viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. ... þrátt fyrir að tekið sé tillit til meiri samdráttar efnahagsumsvifa hér á landi Við samanburð á seðlabankavöxtum á Íslandi og öðrum iðnríkjum þarf einnig að hafa í huga að þótt verðbólga sé meiri og verðbólgu- væntingar hærri hér á landi, varð efnahagssamdrátturinn í kjölfar fjármálakreppunnar meiri hér en í nágrannaríkjunum. Landsfram- leiðslan hér dróst saman um rúmlega 12% frá hápunkti fyrir fjár- málakreppuna í árslok 2008 og fram að lágpunkti eftir kreppuna en um ríflega 5% að jafnaði meðal annarra iðnríkja. Atvinnuleysi jókst jafnframt töluvert meira hér á landi eða um ríflega 5 prósentur (mið- að við samræmdan atvinnuleysismælikvarða OECD) en um tæplega 3 prósentur í öðrum iðnríkjum. Meiri verðbólga og harkalegri efna- hagssamdráttur vegast því á við samanburð á peningastefnunni hér á landi og í öðrum iðnríkjum. Einföld leið til að vega saman áhrif þessara þátta á mótun peningastefnunnar er að skoða vaxtaferil sem fæst út úr svokall- aðri Taylor-reglu. Algengt er að nota þessa reglu í almennri umræðu um stjórn peningamála, bæði í almennri fjölmiðlaumræðu og fræði- 3. Notast er við langtímaverðbólguvæntingar út frá könnunum meðal sérfræðinga eða það sem lesa má út úr vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa. Fyrir Japan og Sviss er notast við miðgildi verðbólguspáa 6-10 ár fram í tímann frá Consensus Forecasts. Þar sem þær spár eru einungis birtar á hálfs árs fresti eru ársfjórðungsgögn búin til með línulegri innreiknun (e. linear interpolate). 4. Formlegt verðbólgumarkmið Englandsbanka, Kanadabanka og sænska seðlabankans er 2% en þess norska 2,5%. Bandaríski seðlabankinn tók upp formlegt 2% verð- bólgumarkmið í ársbyrjun 2012 og er miðað við það á öllu tímabilinu hér. Japanski seðlabankinn hafði sett sér óformlegt 1% markmið um verðbólgu í ársbyrjun 2012 en tók upp formlegt 2% verðbólgumarkmið í janúar sl. Í þessari rammagrein er miðað við 1% markmiðið þar sem gagnatímabilið nær einungis til ársloka 2012. Evrópski og sviss- neski seðlabankinn hafa ekki formlegt tölulegt verðbólgumarkmið en hafa verðstöðug- leika sem meginmarkmið. Seðlabanki Evrópu skilgreinir verðstöðugleika sem verðbólgu „undir en nálægt“ 2%, en hinn svissneski sem verðbólgu á bilinu 0-2%. Markmið þess fyrrnefnda er því jafnan túlkað sem 2% og þess síðarnefnda sem 1% og er þeirri hefð fylgt hér. 5. Raungengið leitar til lengri tíma í jafnvægisgildi sitt óháð þróun innlendrar verðbólgu. Sé verðbólga meiri innanlands en erlendis, þarf því nafngengi krónunnar að lækka til lengri tíma sem nemur nokkurn veginn mismun innlendrar og erlendrar verðbólgu. Heimildir: Macrobond, Noregsbanki, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 3 Kjarnaverðbólga á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum 2009-2012 Verðbólga á Íslandi Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs -5 0 5 10 15 20 2009 2010 2011 2012 1. Ísland (5 ár eftir 5 ár, skbr.markaður), Bandaríkin (eftir 30 ár, skbr. markaður), Bretland (eftir 3 ár, spá sérfræðinga), evrusvæðið (eftir 3-4 ár, spá sérfræðinga), Japan (Consensus Forecasts, 6-10 ára), Kanada (til langs tíma, skbr.markaður), Noregur (eftir 5 ár, spá sérfræðinga), Sviss (Consensus Forecasts, 6-10 ára) og Svíþjóð (eftir 5 ár, spá sér- fræðinga). Heimildir: Consensus Forecasts, Macrobond, Seðlabanki Íslands, viðkomandi seðlabankar. % Mynd 4 Langtímaverðbólguvæntingar á Íslandi og í nokkrum öðrum iðnríkjum 2009-20121 Ísland Miðgildi (fyrir utan Ísland) Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs 0 1 2 3 4 5 6 2009 2010 2011 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.