Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 25
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
3
•
2
25
þar með aukið samkeppnisforskot er talið hafa einhver áhrif enda
hefur útflutningur annarra afurða verið að aukast að raunvirði undan-
farin ár. Eins og sjá má á mynd II-12 hefur hlutfallslegt útflutnings-
verðlag ekki lækkað í sama mæli og raungengið og því hefur arðsemi
aukist í útflutningi og þar með geta og hvati útflytjenda til fjárfestingar.
Töluverð fjárfesting á sér stað eða er í undirbúningi í ýmsum útflutn-
ingsgeirum til þess að auka framboð og fjölbreytni útflutningsvara.
Eins og í síðustu spá er engu að síður talið að vöxtur vöruútflutnings
verði slakur á næsta ári en taki nokkuð við sér árið 2015.
Á móti hægari vexti vöruútflutnings eru vísbendingar um að
vöxtur útfluttrar þjónustu sé enn meiri en áður var gert ráð fyrir. Tölur
úr ferðaþjónustunni sýna að komum ferðamanna til landsins fjölgaði
mjög það sem af er ári og ef heldur fram sem horfir virðist stefna í enn
eitt metárið í ferðaþjónustunni. Spáð er 8½% vexti í útfluttri þjónustu
í ár sem er nokkru meiri vöxtur en í febrúarspánni. Horfur fyrir næstu
tvö ár eru einnig ívið betri.
Spáð er að útflutningur í heild aukist um 2,9% í ár, 1,2% á
næsta ári og 3,3% á árinu 2015, þegar áhrifa aukins álútflutnings
fer að gæta. Í febrúar var gert ráð fyrir einungis 1,8% vexti heildar-
útflutnings í ár og svo 1,5% og 2,8% á árunum 2014 og 2015.
Útflutningshorfur hafa því vænkast eitthvað í samanburði við febrúar-
spána, einkum vegna aukinnar þjónustu við ferðamenn.
Þótt útflutningsvöxtur á þessu og næsta ári sé ekki ýkja mikill
er hann samt viðunandi þegar tekið er tillit til bágs ástands alþjóð-
legra efnahagsmála. Markaðshlutdeild íslenskra útflutningsfyrirtækja
gagnvart helstu viðskiptalöndum virðist hafa vaxið nokkuð frá því að
alþjóðlega fjármálakreppan skall á, enda hefur hlutfallslegt útflutn-
ingsverð lækkað síðan þá en þó mun minna en raungengið eins og
vikið var að hér að ofan. Á tímabilinu 2008-12 var árlegur vöxtur
útflutnings án skipa og flugvéla að meðaltali 7% en heimsverslun óx
um 3% að meðaltali og innflutningur helstu viðskiptalanda um 2%.
Samkvæmt nýju spánni mun þessi aukna markaðshlutdeild halda sér
út spátímann, eins og sést á mynd II-13.
Breyting frá fyrra ári (%) nema annað sé tekið fram1
2012 2013 2014 2015
Útflutningur vöru 3,1 (3,1) -0,6 (-0,4) 0,4 (0,7) 3,8 (4,1)
Útflutningur þjónustu 5,2 (5,2) 8,6 (5,6) 2,4 (2,7) 2,5 (0,8)
Útflutningur vöru og þjónustu 3,9 (3,9) 2,9 (1,8) 1,2 (1,5) 3,3 (2,8)
Útflutningur vöru og þjónustu án flugvéla og skipa 4,1 (4,1) 3,6 (2,6) 1,2 (1,5) 3,3 (2,8)
Útflutningsframleiðsla sjávarafurða 3,7 (3,8) -3,0 (-1,1) 0,0 (0,0) 0,0 (0,0)
Útflutningsframleiðsla áls 3,2 (3,2) 2,1 (2,1) -0,9 (-0,9) 8,0 (8,1)
Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðli 0,9 (0,8) -2,1 (-1,8) -2,4 (0,3) -1,0 (0,0)
Verð áls í USD2 -13,1 (-13,2) -0,1 (4,8) 3,5 (2,9) 3,3 (1,8)
Verð eldsneytis í USD3 1,0 (1,0) -3,0 (-3,3) -4,7 (2,2) 0,0 (0,1)
Viðskiptakjör vöru og þjónustu -3,3 (-3,8) -2,1 (0,3) -0,8 (0,9) -0,6 (-0,6)
Verðbólga í helstu viðskiptalöndum4 2,2 (2,2) 1,9 (2,0) 2,0 (2,0) 2,2 (2,0)
Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum4 0,8 (0,7) 0,9 (1,1) 1,9 (1,9) 2,6 (2,7)
Skammtímavextir í helstu viðskiptalöndum (%)5 0,8 (0,8) 0,6 (0,6) 0,7 (0,7) 1,3 (1,3)
1. Tölur í svigum eru spá Peningamála 2013/1. 2. Spá byggð á framvirku álverði og spám greiningaraðila. 3. Spá byggð á framvirku eldsneytisverði og spám greiningaraðila. 4. Spá
frá Consensus Forecasts og Global Insight. 5. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands.
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Global Insight, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands.
Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur fyrir þróun ytri skilyrða
1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd II-14
Þróun útflutnings og framlag undirliða hans
2010-20151
Útflutningur vöru og þjónustu
Sjávarafurðir
Ál
Þjónusta
Skip og flugvélar
Annar vöruútflutningur
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
201520142013201220112010