Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 32

Peningamál - 15.05.2013, Blaðsíða 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 32 mánuðum. Mikil þátttaka hefur verið í útboðum að undanförnu og því ljóst að áhugi fjárfesta á hlutabréfum er töluverður. Hugsanlega hafa fjármagnshöftin óbein áhrif á verðmyndun á hlutabréfamarkaði þar sem þau takmarka fjárfestingarkosti fjárfesta. Þrátt fyrir að uppgjör skráðra fyrirtækja fyrir sl. ár hafi almennt verið um eða undir vænting- um greiningaraðila hafði birting þeirra lítil áhrif á hlutabréfaverð. Það er því hugsanlegt að hækkun hlutabréfaverðs á síðustu mánuðum hafi leitt til þess að arðsemiskrafa til þeirra hafi farið lækkandi og fjárfestar verðleggi áhættu nú lægra en þeir gerðu áður. Vísbendingar eru um að fjárfestar hafi í einhverjum mæli fjármagnað hlutabréfakaup með lántöku sem getur leitt til meiri sveiflna á markaði. Fjármálaleg skilyrði einkageirans í meginatriðum svipuð Fjármálaleg skilyrði heimila eru í meginatriðum svipuð og við útgáfu síðustu Peningamála. Skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu hafa haldist svipaðar en skuldir fyrirtækja hafa lækkað áfram. Skuldir einkageirans eru þó enn háar í alþjóðlegum samanburði. Hlutfall lána í vanskilum hjá þremur stærstu viðskiptabönkunum og Íbúðalánasjóði hefur lækkað en einstaklingum á vanskilaskrá hefur hins vegar fjölgað. Eignaverð hefur hækkað áfram þrátt fyrir að hægt hafi á hækkunum á íbúðamarkaði. Aðgengi að lánsfé virðist tiltölulega rúmt fyrir þá sem hafa fullnægjandi eiginfjárstöðu en raunvextir hafa heldur þokast upp með sterkara taumhaldi peningastefnunnar. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja eru einnig að mestu leyti óbreytt frá upphafi árs, en mikil eftirspurn í nýlegum útboðum á hlutabréfamark- aði ásamt víxla- og erlendri skuldabréfaútgáfu innlendra banka gefa vísbendingar um að fjármögnunarmöguleikar þeirra séu að aukast, líkt og gert hefur verið ráð fyrir í fyrri greiningum Peningamála. Svo virðist sem endurskipulagning lána fyrirtækja miði ágætlega áfram og voru gjaldþrot og árangurslaus fjárnám svipuð á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama fjórðung í fyrra. Lítil breyting hefur orðið á fjölda og hlutfalli fyrirtækja á vanskilaskrá undanfarna mánuði. Útlit er fyrir að fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja haldi áfram að batna á næstu misserum.4 Þannig eru áhrif dóma Hæstaréttar frá því í fyrra um gildi fullnaðarkvittana vegna uppgjörs ólöglegra gengis- tryggðra lána ekki enn að fullu komin fram þrátt fyrir að útreikningur þeirra sé vel á veg kominn. Enn bíða einhver mál vegna slíkra lána meðferðar dómstóla. Þá hafa stjórnvöld og Landssamtök lífeyrissjóða undirritað vilja- yfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðakaupa en hún felur í sér að aðilar með lánsveð fái hliðstæða lausn og hina svokölluðu 110%-leið. Gangi aðgerðin eftir er áætlað að hún geti náð til um 2.000 heimila og heildarniðurfærslan numið um 3 ma.kr. 4. Sjá einnig umfjöllun um fjárhag heimila og fyrirtækja í kafla IV í Fjármálastöðugleika 2013/1. Mynd III-18 Veðlánavextir Seðlabankans og útlánsvextir til einstaklinga1 1. janúar 2010 - 10. maí 2013 % Veðlánavextir Seðlabankans Vextir á neyslulánum (yfirdráttarvextir) Meðalvextir á verðtryggðum húsnæðislánum Meðalvextir á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum 1. Vegið meðaltal útlánsvaxta miðað við lánsupphæð hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Verðtryggðu húsnæðislánin eru með föstum vöxtum til fimm ára og upp í allt að allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2010 2011 2012 2013 0 2 4 6 8 10 12 14 16 % af VLF Mynd III-16 Skuldir heimila og fyrirtækja1 4. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2013 1. Miðað við árstíðarleiðréttar landsframleiðslutölur Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Heimili 0 100 200 300 400 500 600 201220112010200920082007200620052004 Fyrirtæki Fjöldi Mynd III-17 Fjöldi á vanskilaskrá og hlutfall útlána í vanskilum1 þriggja stærstu viðskiptabankanna og Íbúðalánasjóðs2 Maí 2010 - apríl 2013 1. Útlán í vanskilum (e. non-performing loans) eru skilgreind sem lán í 90 daga vanskilum eða greiðsla talin ólíkleg. Ef eitt lán viðskiptavinar er komið í 90 daga vanskil eru öll lán viðkomandi viðskiptavinar talin í vanskilum (e. cross default method). 2. Móðurfélög, bókfært virði. Heimildir: Fjármálaeftirlitið, CreditInfo, Seðlabanki Íslands. % Útlán heimila í vanskilum (v. ás) Útlán fyrirtækja í vanskilum (v. ás) Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá (h. ás) Fjöldi fyrirtækja á vanskilaskrá (h. ás) 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 0 3.000 6.000 9.000 12.000 15.000 18.000 21.000 24.000 27.000 30.000 2013201220112010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.