Peningamál - 15.05.2013, Page 41

Peningamál - 15.05.2013, Page 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 41 hafi minnkað jafnt og þétt. Minnkandi atvinnuleysi styður við þessar áætlanir sem og kannanir Capacent Gallup á viðhorfum og vænt- ingum stærstu fyrirtækja landsins. Sýna niðurstöður þeirra að frá fyrri hluta ársins 2011 hefur þeim stjórnendum sem telja fyrirtæki sín starfa í námunda við hámarks framleiðslugetu fjölgað jafnt og þétt og þeim sem telja framleiðsluna undir hámarks afköstum fækkað. Enn telja þó fleiri fyrirtæki framleiðslu sína vera undir hámarksafköstum en við hámarksframleiðslugetu. Svör stjórnenda varðandi skort á starfsfólki sýna einnig að heldur fleiri fyrirtæki telja að skortur sé á starfsmönnum nú en á svipuðum tíma árið 2011. Þessar vísbendingar gefa til kynna að slaki í þjóðarbúskapnum fari minnkandi þótt einhver slaki sé enn til staðar. Hlutfall fjármagnsstofnsins af landsframleiðslu og þróun hlut- deildar launa í þáttatekjum benda einnig til að slakinn sé að minnka. Hlutfall fjármagnsstofnsins hefur lækkað frá árinu 2010, sem bendir til betri nýtingar hans, og launahlutfallið hefur hækkað í átt að lang- tímameðaltali. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið minni í fyrra en spáð var í febrúar er talið, líkt og þá, að framleiðsluslakinn á síðasta ári hafi verið um 1½% af framleiðslugetu. Að hluta endurspeglar óbreytt mat á slakanum í fyrra áhrif þess að landsframleiðsla ársins 2011 var endur- skoðuð upp á við í síðustu endurskoðun Hagstofunnar en einnig að vöxtur framleiðslugetu þjóðarbúskaparins er talinn hafa verið minni en áður var áætlað. Á spátímanum er reiknað með því að fram- leiðslugeta hagkerfisins aukist hægar en hagvöxtur eða um 1-2½% á ári. Framleiðsluslakinn minnkar eftir því sem líður á spátímann í takt við minnkandi atvinnuleysi og er áætlað að slakinn verði horfinn í lok tímabilsins. Mynd IV-18 Framleiðsluspenna og vísbendingar um framleiðsluspennu Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Hlutfall fyrirtækja með starfsemi nærri eða umfram framleiðslugetu (h. ás) Hlutfall fyrirtækja sem býr við skort á starfsfólki (h. ás) -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 -30 -23 -16 -9 -2 5 12 19 26 33 40 2012201120102009200820072006 Frávik frá meðaltali frá 2006 (prósentur) Mynd IV-19 Framleiðsluspenna, launahlutfall og hlutfall fjármagnsstofns af VLF 2000-2012 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Breyting hlutfalls fjármagnsstofnsins af VLF (h. ás) Hlutdeild launa í VÞT (frávik frá 30 ára meðaltali, v. ás) Prósentur -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 -0,6 -0,4 -0,2 -0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd IV-20 Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 1990-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Framleiðsluspenna (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði) % af vinnuafli -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.