Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 47

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 47 VI Vinnumarkaður og launaþróun Atvinnuleysi hélt áfram að minnka á fyrsta ársfjórðungi og var heldur minna en spáð var í febrúar. Gert er ráð fyrir að áfram dragi úr skráðu atvinnuleysi, bæði vegna áframhaldandi aukinna umsvifa í þjóðar- búskapnum og vegna þess að margir sem hafa verið atvinnulausir munu fullnýta bótarétt sinn. Heildarvinnustundum fjölgaði nokkru meira á fyrsta fjórðungi ársins en hafði verið gert ráð fyrir í febrúar og bjartsýni forsvarsmanna fyrirtækja virðist heldur hafa aukist. Lakari hagvaxtarhorfur hafa hins vegar í för með sér að gert er ráð fyrir að vinnuaflseftirspurn aukist hægar á næstu árum en áætlað var í síðustu spá. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til þess að launastigið hafi verið lægra á árunum 2007-11 en fyrri tölur bentu til. Endurskoðunin sýnir að launahækkanir á tímabilinu 2007-9 hafi verið nokkru minni en áður var talið en að launahækkanir áranna 2010 og 2011 hafi hins vegar verið meiri. Það, ásamt horfum á hægari fram- leiðnivexti á næstu árum, gerir það að verkum að nú er talið að vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu hafi verið meiri undanfarin ár og muni vaxa hraðar á næstu árum samanborið við febrúarspána. Atvinnuleysi minna vegna styttingar bótaréttar Að jafnaði eykst atvinnuleysi eins og það er mælt af Vinnumálastofnun (VMS) á fyrsta fjórðungi ársins. Í ár stóð það hins vegar í stað, líklega að mestu vegna þess að bráðabirgðaákvæði sem lengdi atvinnuleysis- bótarétt úr þremur árum í fjögur féll úr gildi um síðustu áramót. Var skráð atvinnuleysi 5,4%, sem er heldur minna en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Að teknu tilliti til árstíðar minnkaði atvinnuleysi um 0,7 prósentur og var 4,6% og hefur ekki mælst jafn lítið frá því á síðasta fjórðungi ársins 2008. VMS áætlar að um 1.900 manns hafi misst bótarétt á fyrsta þriðjungi ársins. Þar af hafa um 400 manns verið atvinnulausir í 3-3½ ár, fá greiddan biðstyrk í allt að sex mánuði og þurfa að stað- festa atvinnuleit á sama hátt og þeir sem eiga bótarétt og teljast því áfram atvinnulausir. Átaksverkefnið Liðsstyrkur gengur út á að bjóða þeim einstaklingum sem missa bótarétt og skrá sig í verkefnið störf á almennum vinnumarkaði eða hjá hinu opinbera eða þeim sem á þurfa að halda starfsendurhæfingu. Í lok apríl höfðu 500 manns fengið vinnu í gegnum verkefnið, um 300 bíða þess að fá starf og um 40 hafa farið í starfsendurhæfingu. Lítið sem ekkert er vitað um þá sem eiga ekki lengur rétt á bótum frá VMS en miðað við áætlun VMS gætu það verið á bilinu 600-700 manns eða sem svarar til tæplega hálfrar prósentu af vinnuaflinu. Einhverjir þeirra geta verið áfram á atvinnuleysisskrá vilji þeir nýta sér vinnumiðlunarþjónustu VMS, en gera má ráð fyrir því að einungis lítill hluti þeirra geri það. Þótt atvinnuleysi samkvæmt skrá VMS minnki vegna þess að bótaréttur þeirra sem lengst hafa verið atvinnulausir sé fullnýttur ættu þeir sem ekki eiga lengur rétt á bótum, en eru í virkri atvinnuleit, að mælast áfram atvinnulausir í tölum Vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands (VMK), en í þeirri könnun telst sá sem er tilbúinn að hefja störf innan tveggja vikna í virkri atvinnuleit óháð bótarétti. Ekki síst vegna þessara breytinga á bótarétti eru tölur Hagstofunnar líklega betri mælikvarði Heimildir: Hagstofa Íslands, Vinnumálastofnun. Mynd VI-1 Mismunandi aðferðir við að mæla atvinnuleysi 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2013 % af mannafla Atvinnuleysi - Vinnumarkaðskönnun Atvinnuleysi Vinnumarkaðskönnun án þeirra sem búnir eru að fá vinnu Atvinnuleysi - Vinnumálastofnun (mælt) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-2 Atvinnuleysi eftir lengd Janúar 2008 - mars 2013 Fjöldi í lok mánaðar Lengra en eitt ár (v. ás) 9 mánuðir til eitt ár (v. ás) 6 til 9 mánuðir (v. ás) 3 til 6 mánuðir (v. ás) 0 til 3 mánuðir (v. ás) Hlutfall langtímaatvinnulausra (h. ás) 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 18.000 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 20122011201020092008 % af atvinnulausum ‘13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.