Peningamál - 15.05.2013, Síða 48

Peningamál - 15.05.2013, Síða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 48 á raunverulega þróun á vinnumarkaði um þessar mundir. Miðað við niðurstöður VMK fyrir fyrsta fjórðung ársins mælist atvinnuleysi heldur meira í VMK og hjá VMS eða 5,8% (5,3% sé tekið tillit til árstíðar- sveiflu). Einnig má gera ráð fyrir að skráð atvinnuleysi samkvæmt VMS lækki hraðar en atvinnuleysi samkvæmt VMK og að munurinn aukist heldur eftir því sem fleiri fullnýta bótarétt sinn. Jafnframt má gera ráð fyrir að atvinnuleysi eins og VMK mælir það verði meira þegar þeir sem horfið hafa af vinnumarkaði og fullnýtt bótarétt sinn hefja atvinnuleit að nýju. Langtímaatvinnuleysi minnkar áfram Langtímaatvinnulausum, þ.e. þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en í eitt ár, tók að fækka á síðasta ári og hefur þróunin haldið áfram á þessu ári. Fækkunin er örari í þessum hópi en meðal þeirra sem hafa verið atvinnulausir skemur, enda hafa vinnumarkaðsaðgerðir VMS sérstaklega beinst að langtímaatvinnulausum. Langtímaatvinnulausir mælast nú 27% atvinnulausra, en fyrir ári var hlutfallið 31%. Fjöldi aðfluttra meiri en brottfluttra síðustu tvo ársfjórðunga Í kjölfar fjármálakreppunnar flutti talsverður fjöldi landsmanna til annarra landa. Eftir því sem tíminn frá því að kreppan skall á hefur liðið hefur jafnt og þétt dregið úr fjölda brottfluttra umfram aðflutta. Á síðasta ári fluttu 319 fleiri frá landinu en til þess eða sem nemur 0,1% af mannfjölda, en jöfnuðurinn var neikvæður um ½% af mannfjölda árið á undan og 1½% þegar hann varð neikvæðastur árið 2009. Á síðasta fjórðungi í fyrra og fyrsta fjórðungi í ár fluttu hins vegar fleiri til landsins en frá því eða sem nemur 0,2% af mannfjölda. Heildarvinnustundum fjölgar vegna fjölgunar starfa Samkvæmt niðurstöðum VMK var vinnuaflseftirspurn nokkru meiri á fyrsta fjórðungi ársins en gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Þá var gert ráð fyrir að heildarvinnustundum fjölgaði um 1,5% milli ára, en reyndin varð 2,5%. Starfandi fólki fjölgaði um 2,7% á fjórðungnum, sem er um einni prósentu meiri fjölgun en á fjórðungnum á undan. Ólíkt því sem verið hefur undangengna ársfjórðunga, stóðu meðal- vinnustundir á mann hins vegar nánast í stað. Eins og fjallað hefur verið um í fyrri Peningamálum fjölgaði heildarvinnustundum í fyrstu eftir að bati á vinnumarkaði hófst vegna lengingar meðalvinnutíma, eins og vænta mátti í ljósi þess að aðlögun vinnuaflsnotkunar í kjölfar fjármálakreppunnar átti sér að töluverðu leyti stað með fækkun vinnustunda á mann.1 Frá og með öðrum fjórðungi í fyrra tók störfum einnig að fjölga. Fljótlega eftir að starfandi fólki tók að fjölga styttist hins vegar meðalvinnutími, en fjölgun starfandi fólks var það mikil að hún náði að vega á móti styttri meðalvinnutíma. Óljóst er hvers vegna meðalvinnutími hefur styst undangengið ár. Ein líkleg skýring er að vinnutími sé styttri hjá nýráðnum starfsmönnum. Hins vegar sýna niðurstöður úr launarann- sókn Hagstofu Íslands (LRS) að greiddum stundum fjölgaði um 0,2% á síðasta ári en samkvæmt VMK fækkaði þeim um 0,6%. Munurinn á 1. Sjá umfjöllun í kafla VI og rammagrein VI-1 í Peningamálum 2012/4. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-3 Fólksflutningar Fjöldi Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram brottflutta Aðfluttir umfram brottflutta ‘90 ‘95 ‘00 ‘05 ‘10 2012 -6.000 -4.000 -2.000 0 2.000 4.000 6.000 ‘13 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-4 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2013 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 Heimild: Capacent Gallup. Mynd VI-5 Fyrirtæki sem hyggja á starfsmanna- breytingar á næstu 6 mánuðum % Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsmönnum Fyrirtæki sem vilja fækka starfsmönnum Hlutfall fyrirtækja sem vill fjölga starfsmönnum umfram þau sem vilja fækka þeim -60 -40 -20 0 20 40 60 2012201120102009200820072006‘04‘02

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.