Peningamál - 15.05.2013, Síða 50

Peningamál - 15.05.2013, Síða 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 50 kom til framkvæmda á fjórðungnum skýrir að mestu hækkun vísitöl- unnar en hluti hennar stafar af launahækkunum á Landspítalanum. Enn er óvíst hvort og í hvaða mæli sú launahækkun leiðir til hækkana hjá öðrum opinberum starfsmönnum eða á almennum vinnumarkaði. Eins og í fyrri spá er ekki gert ráð fyrir að áhrifin verði mikil eða almenn enda lítið svigrúm til staðar til launahækkana hjá þeim stofnunum þar sem þessir hópar eru í meirihluta. Forsendur um þróun launa á næstu misserum hafa því lítið breyst frá síðustu spá. Gert er ráð fyrir sömu breytingum milli ársfjórðunga en árshækkun launa verður nokkru meiri þar sem tölur Hagstofunnar sýndu heldur meiri hækkun launa í fyrra eins og áður var rakið. Gert er ráð fyrir heldur hægari framleiðnivexti á spátímanum en í síðustu Peningamálum og því vex launakostnaður á framleidda einingu nokkru meira en spáð var í febrúar eða um ríflega 3½% á ári að jafn- aði, sem er nokkru yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. 1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2013-2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-9 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2008-20151 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -4 -2 0 2 4 6 8 10 20152014201320122011201020092008

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.