Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 57

Peningamál - 15.05.2013, Qupperneq 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 3 • 2 57 Verðbólguhorfur hafa heldur batnað frá síðustu spá … Verðbólga mældist 4,3% á fyrsta ársfjórðungi 2012, sem var 0,3 prósentum meira en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Frávikið má einkum rekja til meiri áhrifa vegna gengislækkunar krónunnar fram undir miðjan febrúar en búist var við. Hins vegar hefur verðbólga hjaðnað tiltölulega hratt undanfarna mánuði, einkum vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar síðan þá og lækkunar olíuverðs, og eru horfur á að hún verði 3,4% á öðrum ársfjórðungi eða svipað og í síðustu spá. Gert er ráð fyrir að ársverðbólga aukist á ný á seinni hluta ársins, einkum vegna grunnáhrifa, og að verðbólgan mælist 3,7% á síðasta fjórðungi ársins og 3,8% á árinu í heild, eins og spáð var í febrúar. Þau tölfræðilíkön sem notuð eru til samanburðar við grunnspána gefa til kynna að verðbólga verði heldur meiri í lok ársins en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Í spánni er áætlað að framleiðsluslaki verði heldur meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir í febrúar (kafli IV) og verðbólguþrýstingur því minni. Einnig er búist við að hrávöru- og olíuverð á heimsmarkaði lækki meira á næstu misserum en í síðustu spá (kafli II). Byggt á ofan- greindum þáttum til viðbótar við sterkara gengi krónunnar (kafli III) hafa verðbólguhorfur á spátímanum heldur batnað. Hins vegar er búist við að framleiðnivöxtur verði heldur hægari en áður var spáð og hækkun launakostnaðar á framleidda einingu því meiri á öllum spátímanum (kafli VI) sem vegur upp á móti áhrifum veikari þjóðar- búskapar. Spáð er að verðbólga nálgist verðbólgumarkmiðið á fyrri hluta næsta árs sem er nokkru fyrr en gert var ráð fyrir í febrúar. … en gengisþróun krónunnar mun ráða miklu um framvinduna Þrátt fyrir heldur betri verðbólguhorfur á spátímanum miðað við óbreytt gengi hefur verðbólga jafnan verið afar þrálát ef verðbólgu- væntingar haldast háar og launahækkanir eru ekki í samræmi við verðbólgumarkmið. Óvissa um framtíðarþróun gengis krónunnar í ljósi stórra afborgana innlendra fyrirtækja af erlendum lánum auk losunar fjármagnshafta gæti jafnframt leitt til þess að erfitt yrði að skapa verð- bólguvæntingum trausta kjölfestu. Þar að auki hefur kjarnaverðbólga og ýmsir mælikvarðar á innlendri verðbólgu, til að mynda verðþróun almennrar þjónustu, reynst meiri að undanförnu en mæld verðbólga sem gæti bent til meiri undirliggjandi verðbólguþrýstings en búist er við í grunnspánni. Ef gengi krónunnar lækkar að ráði á ný er því hætta á að verðbólga aukist tiltölulega hratt. Annar óvissuþáttur eru horfur um launaþrýsting í tengslum við gerð kjarasamninga næsta haust. Ef launahækkanir verða meiri en búist er við myndu verðbólguhorfur versna að öðru óbreyttu, bæði vegna þess að fyrirtæki eru líkleg til að velta hluta hækkananna út í verðlag og vegna þess að miklar launahækkanir myndu setja aukinn þrýsting á gengi krónunnar. Hins vegar hefur efnahagsbatinn reynst hægari en áður var gert ráð fyrir og spáð er áframhaldandi slaka í þjóðarbúskapnum út árið 2014. Einnig eru alþjóðlegar efnahagshorfur nokkuð ótraustar og efnahagsbati í viðskiptalöndum Íslands veikur. Verðbólguþrýstingur gæti því orðið minni en ella ef slíkar aðstæður dragast á langinn og slakinn verði meiri en búist er við, þótt nokkur óvissa sé um í hve miklum mæli hann dugar til að halda aftur af verðbólguþrýstingi. Jafnframt ætti að draga 1. Miðað við verðbólguvæntingar fyrirtækja, heimila og á skuldabréfa- markaði til eins árs og verðbólguspá Seðlabankans eitt ár fram í tímann. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-8 Verðbólguvæntingar miðað við mismunandi mælikvarða1 1. ársfj. 2008 - 1. ársfj. 2013 Bil hæsta og lægsta gildis Bil 1. og 3. fjórðungs Miðgildi Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 2008 2009 2010 2011 2012 ‘13 Breyting frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VIII-9 Verðbólga - samanburður við PM 2013/1 PM 2013/2 PM 2013/1 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘16201520142013201220112010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.