Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 14

Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 14
14 GLÓÐAFEYKIR Yísnaþáttur Hólmfriður Jónasdóttir. Hólmfríður Jónasdóttir er fædd 12. sept. 1903, dóttir Jónasar frá Hofdölum Jónassonar, hins víð- kunna gáfumanns og skálds, og konu hans, Önnu Jónsdóttur. Hún er stórvel skáldmælt svo sem var faðir hennar, og mun hafa ort allmikið; hefur sumt birzt í blöðum og tímaritum; hún á og kvæði og stökur í Skagfirzkum ljóðum. Hólmfríður hefur lengi átt heima á Sauðárkróki. Eiginmað- ur hennar er Guðmundur Jósa- fatsson. Hér fara á eftir nokkrar stök- ur, er Hólmfríður hefur varpað fram við ýmis tækifæri: Til vinkonu. Haust þó mildum heilsi róm heimabyggðum kærum, við dýrkum sól og sumarblóm sem við ungar værurn. Gjarnan okkur gleymast ei gömul vinakynni, — ungra ljóða anganþey áttu í vitund minni.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.