Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 20

Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 20
20 GLÓÐAFEYKIR Að enduðum níu áratugum / siðasta tbl. Glóðafeykis birtist fyrri hluti viðtals við Sigurð d Egg. Hér kemur þá framhaldið. Upp úr þessu hóf ég svo kennslu. Ekki var nú ætlun mín að leggja fyrir mig það starf, en ástæðan var sú, að ég hafði ekkert sérstakt að gera þegar ég kom aftur norður til Gísla og Ingibjargar. Jóhann Páll hafði stundað kennslu þarna í dalnum, en um þessar mundir var verið að stofna nautgriparæktarfé- lag. Jóhann Páll var mikill hvata- maðnr að því og þurfti nú að heim- an til þess að kynna sér þau mál. Af þessum sökum gat hann ekki sinnt þeirri kennslu, sem hann var búinn að taka að sér. Kom hann nú til mín og bað mig að leysa sig af hólmi. Það aftók ég. Jóhann Páll var um þetta leyti að kenna hjá Vil- hjálmi á Ölduhrygg. Hélt hann nú áfram að ámálga þetta en ég svaraði því til, að enginn tæki mig í hans stað. — Ja, viltu slá til ef skiptin verða samþykkt af þeim, sem kenna á hjá? Jú, mér fannst ég þá illa geta neitað og svaraði því til, að ef Vilhjálm- ur samþykkti skiptin fúslega skyldi ég taka að mér kennsluna, annars ekki. Ég þekkti Vilhjálm vel. Við vorum góðir kunningjar. Hann var harðneskjukarl en hreinskilinn og einlægur. Hann kvað skiptin velkomin. Tók ég svo að kenna hjá honum og var Jt\ í ekki lokið er Jóhann Páll kom aftur. En þá vildi Vilhjálmur ekki kennaraskipti á ný. — Sigurður verður áfram hjá mér, sagði hann, og þá varð svo að vera. Úr þessn varð svo kennsla í fjóra vetur. Kenndi aðallega í Svarfaðardalnum en einnig í Hegranesinu og í Málmey, hjá Friðriki EfRÍ Sigurður Þórðarson Egg 25 ára.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.