Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 27

Glóðafeykir - 01.12.1970, Síða 27
GLÓÐAFEYKIR 27 komin öskrandi stórhríð. Hefði þá orðið ill vistin fyrir féð á Borgar- eyjunni, þar sem heita má að hvergi sé afdrep. Öðru atviki get ég sagt þér frá, en þá var það draumur, sem varaði mig við hættunni. Það var einnig að vetrarlagi og ærnar á Borgar- eyjunni. Pétur Andrésson var þá vetrarmaður hjá mér. Svo stóð á, að ég þurfti út á Krók. Dreymir mig þá nóttina áður en ég ætlaði að fara, að utan Eylendið komi tröllvaxinn maður. Fór hann mikinn og með miklum óhljóðum. Sýndist mér hann allur svo illúðlegur, að ég varð hræddur í svefninum. Draumurinn þótti mér svo ísjár- verður, að ég hætti við að fara á Krókinn í bili. Blíðviðri var þessa dagana. Þar kom svo, að ég gat ekki lengur frestað ferðinni. Bað Pálínu mína að hafa snemma til mat handa Pétri, senda hann svo fram eftir, biðja hann að halda ánum út við húsin (en þá var ég bú- inn að koma upp húsum á Borgareyjunni), láta þær inn um kvöldið og loka húsunum vel. Lagði ég svo af stað á Krókinn með hest og sleða. Isar voru mjög veikir, svo að því leyti var þetta hálfgerð glæfra- för. Náði Friðrik í Pyttagerði á leiðinni og urðum við samferða úr því. Tók ég dót af honum á sleðann til baka. A meðan við stönzuð- um í Króknum komu nokkrar snarpar hríðargusur. Ég hitti svo Friðrik úti hjá Kristjáni Gíslasyni, kaupmanni, og segi: „Ertu til?“ „Já.“ „Þá vil ég fara strax.“ Var þá kominn blindbylur og ofsarok. Var veðrið svo hart, að ég neyddist til þess að skilja sleðann eftir hjá Sjávarborg, svo að þú sérð, að þetta hefur verið nokkuð erfitt. Svo var dimmt, að aldrei vissum við hvar við stigum niður nema að athuga það. Miklavatnið var veikt ekki síður en Héraðsvötnin. Ég labbaði á undan með staf og reyndi ísinn, en Friðrik teymdi hest- inn á eftir. Við héldum okkur nokkuð til austurs því að við vissum, að við færum ekki fram af Héraðsvatnabökkunum án þess að verða þess varir. Stakur steinn, allstór, var á bakkanum beint austur undan Pyttagerði. Á hann rákumst við, meir af tilviljun en ratvísi. Sagði Friðrik mér seinna, að nógu erfitt hefði sér orðið að ná bænum, þótt stutt væri. Ég hélt svo áfram fram bakkann þar til ég taldi mig vera kominn nógu langt til þess að fara austur yfir Vötnin og yfir í Hegranesið, og náði heim heill á húfi. Pétur var þá ókominn og vissi enginn neitt um hann. Vildi ég fara fram eftir með rúmföt og gætum við þá legið í húsunum við sæmilegar aðstæður, því að ég gerði ekki ráð fyrir að Pétur hefði farið að halda heimleiðis á móti veðrinu; en Pálína mín aftók með öllu að ég færi og gat ég þá ekki verið að því gegn vilja hennar. I rökkurbyrjun dró í veðrið. Utbjó ég mig í snatri með sængurföt og mat og hugðist halda frameftir. I því

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.