Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 41

Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 41
GLÓÐAFEYKIR 41 Þeir ágætu sýslunefndarmenn áttu það sameiginlegt með höfuð- kempum fornaldarinnar og Einherjum, að þeir slógu ekki hendinni á móti drykknum, er þeir höfðu lokið störfum sínum og „turniment- um“ á fundunum. En nú var lítið tiltækilegt af þeirri vöru. Þó virð- ast þeir flestir hafa tekið því með jafnaðargeði utan Bakkaskáld, sem sjá má á eftirfarandi „melódíu": Minna kverka skorpna skjátur, skýzt úr vörum hróðrarbátur brennivíns í bragð að ná. Erfitt verður feng þann fanga. Ferðin sú mun illa ganga. Öngulinn kemur ekkert á. Sýslumaður þrotlaust þylur, það er eins og hríðarbylur. Orðum þrýsti í seggja sál. Skörulega og skarpt hann flytur, — skratti álútur margur situr — en engan dropa á í skál. Mig furðar ekki þó hann þyrsti: það er margur pési og listi — og allt skal lesa upp það mál. Uldið vatnið er í glösum. Ekki nokkur dropi í vösum andans mikla að auka bál. Vildi ég að whiskybrunnur væri öllum núna kunnur bunandi hér í björtum sal. Opnaðist þá margra munnur, minnst tuttugu hringanunnur skenktu fyrir skatnaval. Iðaði þá allt af kæti, enginn maður tylldi í sæti. Glösum hringdi garpaval.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.