Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 42

Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 42
42 GLÓÐAFEYKIR Fljóðin yrðu fjörg á fæti, færu í dansins eftirlæti tengd í arm á traustum hal. Hátt skal láta hörpu klingja, hoppa glaður um og syngja. Fella síðan brjóst við brjóst. Vangadans og varma lófa vildi ég í næði prófa og kitla fljóð í kverka-óst. Kvæði jDetta, einkum seinni hluti þess, er gott sýnishorn þess, hversu ungur Jón Bakkaskáld er í anda, þótt nálægt 73 ára gamall sé, og geta seinni tíma menn nokkrar getur að því leitt, hversu þrunginn hann muni hafa verið af fjöri og andagift, er hann stóð í blóma lífsins, þar sem hann hafði slíkan hug til kvenna á áttræðis- aldri. Þess má geta, að vel rættist úr vínvandræðum „þingmanna", er leið á vikuna, svo að enginn þurfti undan að kvarta. Á sýslufundi 1945 hafði hreppsnefnd Rípurhrepps sótt um það til sýslunefndar, að mega selja eignarjörð hreppsins, Keflavík, ábti- andanum þar, Arna Gunnarssyni. Var það samþykkt af sýslunefnd. Salan fór samt ekki fram fyrr en í febrúar 1946. Var þjark mikið urn þetta í Rípurhreppi. Sögðu jteir, sem mótfallnir voru sölunni, að ekki mætti selja eða veðsetja jörðina, og kærði Þórarinn bóndi Jó- hannsson á Ríp söluna sem ólöglega. Sýslunefnd úrskurðaði að láta söluna standa, en af andvirði jarðarinnar skyldi mynda sjóð, og skyldu 3 nákomnir ættingjar Ólafs Sigurðssonar alþm. í Ási (er gaf hreppnum hálfa jörðina á sínum tíma) ásamt oddvita sýslunefndar og oddvita Rípurhrepps, semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Málið gekk til allsherjarnefndar, en formaður hennar var Pétur Hannes- son, sparisjóðsformaður. Vönduðu jreir til afgreiðslu málsins og lá það hjá nefndinni meir en viku áður en afgreitt væri. Búizt var við snörpum umræðum, er málið yrði tekið fyrir. Að því lýtur þessi vísa, er Pétur Hannesson orti: Hvass er hann í Keflavík og kólgugróinn. Ekki gefur enn á sjóinn, enginn maður er þar róinn.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.