Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 45

Glóðafeykir - 01.12.1970, Page 45
GLÓÐAFEYKIR 45 Haustslátrun 1970 Á s.l. hausti hófst slátrun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga mánudag- inn 14. sept., eða viku fyrir göngur, og stóð sauðfjárslátrunin til 21. október. Strax að aflokinni sauðfjárslátrun hófst slátrun á nautgrip- um og hrossum. Vegna fjárhagslegra erfiðleika hjá Kaupfélagi Siglfirðinga, komu fram óskir um það, að Kaupfélag Skagfirðinga tæki að sér að sjá um slátrun á Siglufirði að þessu sinni. Talið var sjálfsagt að verða við þeirri ósk, og var því á þessu hausti slátrað á Sauðárkróki, Hofs- ósi og Siglufirði á vegum félagsins. Heildarslátrun var sem hér segir: Á Sauðárkróki var slátrað 39.580 kindum, Hofsósi 6.073 kindum og á Siglufirði 1.440 kindum eða alls 47.093 kindum. Heim var tekið 219 dilkar og 262 fullorðið, og komu því til innleggs 42.280 dilkar og 4.332 fullorðið, eða samtals 46.612 kindur, og var það 1.700 kindum færra en haustið á undan. Meðalþungi dilka reyndist þannig: 1970 1969 Sauðárkróki ..................... 14.125 kg 13.775 kg Hofsósi ......................... 13.954 kg 14.481 kg Siglufirði....................... 15.845 kg O O Meðalþungi dilka innl. 1970 var 14.157 kg á móti 13.859 kg haust- ið 1969, og hafði því aukizt um 298 gr. Þess ber þó að geta, að meðal- þungi dilka á Sauðárkróki og Hofsósi er reiknaður með nýrmör, en á Siglufirði var mörinn tekinn úr kjötinu áður en vigtað var. Heildarkjötmagn var 682.4 tn. og hafði minnkað um 12.9 tn. frá 1969. Óvenjulítið af kjöti var flutt út frá K.S. á þessu hausti, eða aðeins 128 tonn, á móti 553 tn. haustið 1969. Eftirfarandi uppígreiðsluverð hefur verið ákveðið á haustinn- leggið, og miðast það allt við kg kjöts:

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.