Glóðafeykir - 01.12.1970, Side 67
GLÓÐAFEYKIR
67
ingsstöðum á Kjálka 1908—1910, á Stekkjarflötum 1910—1921. Flm
það leyti eða litlu fyrr slitu þau hjón samvistum. Þau eignuðust eina
dóttur, er upp komst, Ingibjörgu, húsfr. í Stapa í Tungusveit og
síðar á Sauðárkróki.
Árið 1921 fór Jón byggðum að Hofi í Vesturdal og bjó þar til
1945. Ráðskona hans var Soffía Jónsdóttir frá Höfðahólum á Skaga-
strönd, Jónatanssonar, og konu hans Kristínar Sigvaldadóttur. Var
Soffía alsystir Guðmundar, eiginmanns Ingibjargar, dóttur Jóns.
Eftir að þau brugðu búi á Hofi, fóru þau að Hofsvöllum (nýbvli, er
sonur þeirra reisti við Hofslaug 1944), þá að Flatatungu og loks aftur
að Hofi, þar sem þau áttu heima meðan dagur entist. Soffía lézt
1959. Börn þeirra Jóns eru 5: Jón, bóndi á Hofsvöllum fnú bóndi í
Múla á Línakradal); Gestheiður, húsfr. á Skagaströnd; Guðrún, hús-
fr. á Hofi; Jónatan, húsasmiður í Reykjavík og Sceunn, húsfr. í
Kópavogi.
Jón Guðmundsson var góður meðalmaður á hæð, gildur á velli
og rammaukinn að burðum; dökkur á hár, rjóður á vanga, eigi smá-
fríður, en svipurinn ábúðarmikill og festulegur. Hann var mikill
skapmaður ef í harðfjörur fór, en prúður og stilltur að öllum jafn-
aði, greiðvikinn og gestrisinn, raungóður og drengur hinn bezti.
Jón var ósérhlífinn og afburða verkmaður við hvað sem var. „Svo
gott hjú þótti hann, að Egill bóndi í Merkigili borgaði honum 120
kr. í kaup, þegar almennt vinnumannskaup var 80 kr.....Jón var
djarfur og fylginn sér og lenti stundum í harðræðum. Það er í minn-
um haft þegar hann flutti búferlum frá Stekkjarflötum að Hofi og
fór með fólk og farangur yfir Jökulsá eystri í Laugarhvammi hjá
Stekkjarflötum. Áin var svo djúp, að rétt hnökraði. Börn voru reidd
en gamalmenni bundið í söðul eða við klifberaboga. Ferðin gekk
slysalaust, þótt djarft væri teflt.“ (B. E.).
Björn Frimannsson, smiður á Sauðárkróki, andaðist 12. okt. 1960,
nálega 84 ára gamall. Hann var Húnvetningur að ætt, fæddur í
Hamrakoti í Torfalækjarhreppi 11. des. 1876. Voru foreldrar hans
Frímann bóndi Björnsson og fyrri kona hans, Solveig Jónsdóttir.
Hálfbræður hans, samfeðra, eru þeir Bjarni bóndi á Mýrum, Hilmar
bóndi á Fremstagili, Jóhann Frímann fv. skólastjóri og Guðmundur
Frímann skáld, báðir á Akureyri.
Ársgamall fluttist Björn með foreldrum sínum að Hvammi í
Langadal og óx þar upp til fullorðinsára. Hann hóf nám í Hólaskóla