Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 10
8 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
bókmenntaritin, eða síðasta kafla hennar þar sem rakin er ald-
ursröð tímaritanna.
Elstu rit á skránni koma öll þrjú út enn í dag, stofnuð á öld-
inni sem leið og í fyrstu gefin út í Kaupmannahöfn: Skírnir frá
1827, Andvari frá 1874, Almanak Þjóðvinafélagsins frá 1875.
1895 bætist Eimreiðin í hóp þeirra rita sem enn koma út, en
næstu rit sem varanleg hafa orðið eru Dýraverndarinn og Rétt-
ur, bæði frá 1915. En oft er það svo um rit sem háum aldri ná,
og það þótt yngri séu en tam. Skírnir, að þótt þau komi út með
óbreyttu nafni og samfelldu árgangatali, er í raun um fleiri en
eitt rit að ræða, og stundum furðu ólík sín í milli, undir einu
og sama nafninu. Oft verða vitanlega þáttaskil í sögu tímarits
með útgefenda- eða ritstjórnarskiptum. Svo verður tam. þegar
Valtýr Guðmundsson lætur af útgáfu og ritstjórn Eimreiðarinn-
ar og ritið flyst heim árið 1918. Eftir það er Eimreiðin sam-
fellt rit allt fram til ársins 1954 þegar Sveinn Sigurðsson lét
ritið af hendi, en hann hafði lengstaf verið eigandi og ritstjóri
þess eftir heimkomuna. Var þá um skeið reynt að gera ritið að
einskonar málgagni ritlröfunda, en sú tilraun fór að vísu brátt
út um þúfur. Nú er Eimreiðin í höndum nýrra útgefenda og
ritstjórnar, ungra manna með áhuga á þjóðmálum og menning-
armálum og hægristefnu í pólitík, en fullsnemmt enn að meta
hvernig ritið reynist í sinni nýju mynd.
Saga Eimreiðarinnar er þá líka til dæmis um það hversu líi-
seig tímarit geta orðið ef þau á annað borð komast til nokkurs
aldurs — og koma þá stundum lengi út eftir að upprunaleg efnis-
föng þeirra og erindi að rækja eru þrotin. Annað þessháttar
dæmi er Andvari sem síðustu ár liefur komið í gerbreyttri mynd
frá því sem áður var, en án þess að finna sér nýja efnislega kjöl-
festu eftir breytingarnar. Eimreiðin var framan af ævi eitthvert
áhrifamesta tímarit landsins og lengi síðan fjölbreytt og læsi-
legt tímarit. En síðustu áratugi ævinnar, síðan um stríð eða svo,
var það í rauninni að veslast upp án þess þó að geta dáið til
fulls. Vitaskuld virðist ekkert því til fyrirstöðu að gömul og gegn
tímarit séu á nýjum tímum vakin upp til nýrra nota, og vonandi
svo verði um Eimreiðina, Andvara og önnur þau rit sem í því-
líkar kröggur komast.