Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 22
20 RAGNHEIÐUR HEIÐREKSDÓTTIR SKIRNIR
og höfunda þjónar einungis þeim tilgangi að veita nokkra hug-
mynd um hvers konar efni ritið hefur að geyma.
Ástæða er til að benda á, að í Landsbókasafni er spjaldskrá
yfir helztu greinar, kvæði, sögur og ritdóma úr völdurn blöðum
og tímaritum, þ. á m. mörgum þeim ritum, sem eru í þessari
skrá, en einkum er vert að vekja athygli á Bókmenntaskrá Skírn-
is, en hún er lykill að greinum og ritdómum um íslenzkan skáld-
skap eftir 1968.
I. BÓKMENNTARIT
Andvari
Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
1.— árg. Kh. og Rv. 1874— .
Ritstjórn önnuðust ritnefndir og félagsstjómir (1874—1958), Gils Guðmunds-
son (1959), Þorkell Jóhannesson (1959—60), Helgi Sæmundsson (1960—72),
Finnbogi Guðmundsson (1968— ).
í fyrstu ritnefnd Andvara voru Björn Jónsson, Björn Magnússon
Ólsen, Eiríkur Jónsson, Jón Sigurðsson og Sigurður L. Jónas-
son. Var ritið e. k. framhald Nýrra félagsrita og meginefnið
stjórnmál og atvinnumál. Þó birtust þar kvæði eftir Grím Thom-
sen, Gest Pálsson, Hannes Hafstein, Steingrím Thorsteinsson og
Matthías Jochumsson á tímabilinu 1874—1915. Eftir það og fram
til 1958 birtist lítið sem ekkert af skáldskap en fáeinar ritgerðir
um bókmenntir og íslenzka tungu. 1959 var gerð breyting á út-
gáfu Andvara, brot stækkað og ritið nefnt Andvari - Nýr flokkur.
Var nú gert ráð fyrir að „saga landsins, landið sjálft og bók-
menntirnar að fornu og nýju verði meginviðfangsefnið“. Meðal
höfunda, sem birt hafa verk í Andvara eftir 1959, má nefna Hann-
es Pétursson, Guðmund Böðvarsson, Jóhannes úr Kötlum, Ólaf
Jóh. Sigurðsson, Jón úr Vör, Indriða G. Þorsteinsson, Þorstein
Valdimarsson o. fl. Nokkuð hefur birzt af bókmenntalegum rit-
gerðum og yfirlitsgreinum. Hannes Pétursson ritaði um ljóða-
bækur ársins 1958, Sveinn Skorri Höskuldsson um íslenzkan
prósaskáldskap 1968 og 1969, Helgi Sæmundsson um íslenzka
ljóðlist 1969—71 og Ólafur Jónsson um íslenzka sagnagerð 1961.