Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 119
SKÍRNIR
BÓKLESTUR OG MENNTUN
117
raikinn mun á bókmenntalegu atferli þessara tveggja hópa. Oft
fannst mér ég verða í viðtölum var við enn meiri mun en raun-
verulega kemur fram í úrvinnslunni. Hóparnir nota bókmennt-
ir á gerólíkan hátt. B.H.M.-konurnar eru mun líkari í sínu bók-
mennta-atferli, þær eru samstæðari heild með lík viðhorf. Þær
nota bókmenntir í ákveðnum tilgangi. Bókin hefur allt annað
gildi fyrir þær en Sóknarkonur. Bókin virðist hafa í þeirra aug-
um sjálfstætt gildi, hún er sjálfstæð afmörkuð heild, sem hefur
ákveðna tilhöfðun til þeirra.
Hjá mörgum Sóknarkonunum virtist þessu öðru vísi farið.
Var t. d. mjög algengt að þær vissu ekki hvað bókin hét, sem
þær voru að lesa, né eftir hvern hún var, það virtist skipta þær
litlu máli. Bókin er aðeins tæki, sem liægt er að beita meðan
verið er að lesa liana, á eftir er hún að mestu gleymd. Mjög gott
dæmi um þetta var það, sem ein Sóknarkonan sagði við mig:
„Ég les alveg ókjör af bókum og fer reglulega á safnið og fæ þar
bækur, en þetta eru allt ástarþvælur, sem ég les, allt eins. Ég
les oft eina bók á nóttu ef hún er spennandi, einnig sé ég oft
þegar ég er byrjuð á bók, að ég hef lesið hana áður. Þetta rennur
allt saman, allt eins.“ Einnig sagði hún: „Ég ætlaði einu sinni
að fara að reyna að lesa skárri bækur og byrjaði á bók eftir
Laxness, en þegar ég var búin að lesa 5 blaðsíður vissi ég ekki
hvað hafði staðið á þeirri fyrstu svo ég hætti.“
Þetta var þó ekki algilt um Sóknarkonurnar því ég hitti
nokkrar úr þeirra hópi, sem voru mjög gagnrýnar á það sem
þær lásu og voru vel að sér í bókmenntum. En Sóknarkonurnar
eru margskiptari liópur en B.H.M.-konurnar, innan um eru
konur, sem gera gagnrýnar kröfur til lesefnis, aðrar láta afþrey-
ingargildi bókarinnar ráða.
B.H.M.-konurnar eru á allan hátt betur undirbúnar að móta
sinn smekk, þær hafa flestar hlotið bókmenntakennslu í skól-
um, þær eiga auðveldara með að tileinka sér opinbera bók-
menntaumræðu. Þær lesa afþreyingarbókmenntir þegar þær hafa
þörf fyrir, en hið eiginlega takmark með lestri var að lesa betri
bókmenntir, sögðu þær mér nokkrar. Þær eru búnar að eyða
mörgum árum til að þroska sig og fræðast, þær gætu tæplega
lent í þeirri aðstöðu, sem ein Sóknarkonan lýsti. Hún sagði: